Segir það af og frá að dómarar Landsréttar hafi beitt Jón Steinar óréttlæti Andri Eysteinsson skrifar 25. nóvember 2019 18:34 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson svaraði gagnrýni Jón Steinars Gunnlaugssonar. Vísir/Vilhelm/GVA „Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein er snýr að ummælum Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi dómara við Hæstarétt sem birtust í grein Jóns í Morgunblaðinu í morgun. Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, sem uppkveðinn var 22. nóvember síðastliðinn var Jón Steinar sýknaður af kröfum Benedikts Bogasonar, hæstaréttardómara, sem krafðist þess að fimm ummæli í bók Jóns, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, yrðu dæmd ómerk. Jón Steinar hafði gagnrýnt að Benedikt Bogasyni hafi ekki verið gert að greiða málskostnað en með dómi var kostnaðurinn felldur niður. „Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara málsins við umbjóðanda minn hafi ráðið því að málskostnaður í málinu var felldur niður og með því hafi dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður,“ skrifar Vilhjálmur í athugasemd sinni sem birt hefur verið á Vísi. Segir Vilhjálmur að þótt það sé kunnuglegt stef að Jón Steinar fullyrði að dómarar séu hlutdrægir þegar niðurstaða sé honum ekki þóknanleg sé það nýtt af nálinni að Jón Steinar haldi því fram að dómarar séu hlutdrægir í máli sem hann vinnur. „Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að í þremur af sjö einkamálum, þar sem dómur var kveðinn upp í Landsrétti 22. nóvember, hafi málskostnaður verið felldur niður. „Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður. Dómstólar Tengdar fréttir Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20 Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Það er kunnuglegt stef að þegar Jón Steinar tapar dómsmáli eða niðurstaðan er honum ekki þóknanleg, þá ræðst hann á dómara málsins og fullyrðir að þeir hafi verið hlutdrægir og annarleg sjónarmið hafi ráðið niðurstöðu málsins,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður í aðsendri grein er snýr að ummælum Jóns Steinars Gunnlaugssonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi dómara við Hæstarétt sem birtust í grein Jóns í Morgunblaðinu í morgun. Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, sem uppkveðinn var 22. nóvember síðastliðinn var Jón Steinar sýknaður af kröfum Benedikts Bogasonar, hæstaréttardómara, sem krafðist þess að fimm ummæli í bók Jóns, Með lognið í fangið – Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun, yrðu dæmd ómerk. Jón Steinar hafði gagnrýnt að Benedikt Bogasyni hafi ekki verið gert að greiða málskostnað en með dómi var kostnaðurinn felldur niður. „Í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu 25. nóvember 2019 sagði Jón Steinar síðan að hagsmuna- og kunningjatengsl dómara málsins við umbjóðanda minn hafi ráðið því að málskostnaður í málinu var felldur niður og með því hafi dómararnir brugðist hlutleysisskyldu sinni og enginn annar íslenskur borgari hefði notið þessara sætinda af borði dómaranna við sömu aðstæður,“ skrifar Vilhjálmur í athugasemd sinni sem birt hefur verið á Vísi. Segir Vilhjálmur að þótt það sé kunnuglegt stef að Jón Steinar fullyrði að dómarar séu hlutdrægir þegar niðurstaða sé honum ekki þóknanleg sé það nýtt af nálinni að Jón Steinar haldi því fram að dómarar séu hlutdrægir í máli sem hann vinnur. „Fyrir þeim aðdróttunum er engin innistæða en ekkert við málsmeðferð Landsréttar gaf Jóni Steinari tilefni til þess að vega með þessum hætti að dómurum málsins,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að í þremur af sjö einkamálum, þar sem dómur var kveðinn upp í Landsrétti 22. nóvember, hafi málskostnaður verið felldur niður. „Það er því af og frá að dómarar Landsréttar hafi lagt einhverja sérstaka lykkju á leið sína til þess að beita Jón Steinar órétti,“ skrifar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður.
Dómstólar Tengdar fréttir Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20 Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Athugasemd vegna ummæla Jóns Steinars Gunnlaugssonar um dómara Landsréttar Með dómi Landsréttar í máli nr. 532/2018, uppkveðnum 22. nóvember 2019, var Jón Steinar Gunnlaugsson sýknaður af kröfum umbjóðanda míns Benedikts Bogasonar og málskostnaður felldur niður. 25. nóvember 2019 18:20
Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. 23. nóvember 2019 09:30