Meintum kynferðisbrotamanni ekki vísað úr dómssal við skýrslugjöf brotaþola Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 20:00 Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur var felldur úr gildi. Landsréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var sextán ára gömul, skyldi víkja úr dómssal á meðan hún gæfi skýrslu fyrir dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi tvisvar sinnum. Hann hafi neytt hana til að hafa við sig munnmök á salerni gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno. Héraðsdómur úrskurðaði þann 20. nóvember síðastliðinn að kærði skyldi víkja úr dómssal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu fyrir dómi en Landsréttur mat það svo að ekki væri ástæða til þess að víkja frá meginreglunni, að ákærði fengi að vera viðstaddur skýrslugjöf vitnis fyrir dómi. Í vottorði sálfræðings stúlkunnar kemur fram að hún hafi ekki rætt atvikið beint en í samtölum hafi það komið fram að atvikið sæti í henni og væri henni íþyngjandi. Þá mætti ætla að það myndi reynast henni mjög þungbært að ræða það í dómssal, sérstaklega að meintum geranda viðstöddum, miðað við viðbrögð þolanda þegar málið hafi borið á góma. Stúlkan er í dag átján ára gömul en hún var aðeins sextán ára þegar meint brot átti sér stað. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að engin tengsl séu á milli hennar og ákærða. Þá metur Landsréttur það svo að það liggi ekki ljóst fyrir miðað við vottorð sálfræðings hvaða rök liggi að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Vottorðið sé þar að auki ódagsett og byggi það á meðferðarviðtölum sem tekin voru við brotaþola sem farið hafi fram fyrir rúmu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms er talsverður aldursmunur á ákærða og brotaþola en eins og áður var sagt var brotaþoli 16 ára gömul þegar meint brot var framið. Brotaþoli nýtur enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin átján ára gömul þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu. Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Landsréttur felldi í gær úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem kærður er fyrir kynferðisbrot gegn stúlku sem þá var sextán ára gömul, skyldi víkja úr dómssal á meðan hún gæfi skýrslu fyrir dómi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa beitt stúlkuna kynferðislegu ofbeldi tvisvar sinnum. Hann hafi neytt hana til að hafa við sig munnmök á salerni gegn því að gefa henni lyfin Stesolid og Ritalin Uno. Héraðsdómur úrskurðaði þann 20. nóvember síðastliðinn að kærði skyldi víkja úr dómssal á meðan brotaþoli gæfi skýrslu fyrir dómi en Landsréttur mat það svo að ekki væri ástæða til þess að víkja frá meginreglunni, að ákærði fengi að vera viðstaddur skýrslugjöf vitnis fyrir dómi. Í vottorði sálfræðings stúlkunnar kemur fram að hún hafi ekki rætt atvikið beint en í samtölum hafi það komið fram að atvikið sæti í henni og væri henni íþyngjandi. Þá mætti ætla að það myndi reynast henni mjög þungbært að ræða það í dómssal, sérstaklega að meintum geranda viðstöddum, miðað við viðbrögð þolanda þegar málið hafi borið á góma. Stúlkan er í dag átján ára gömul en hún var aðeins sextán ára þegar meint brot átti sér stað. Fram kemur í úrskurði Héraðsdóms að engin tengsl séu á milli hennar og ákærða. Þá metur Landsréttur það svo að það liggi ekki ljóst fyrir miðað við vottorð sálfræðings hvaða rök liggi að baki því mati að nærvera varnaraðila geti orðið brotaþola sérstaklega íþyngjandi þegar hún gefur skýrslu fyrir dómi. Vottorðið sé þar að auki ódagsett og byggi það á meðferðarviðtölum sem tekin voru við brotaþola sem farið hafi fram fyrir rúmu ári. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms er talsverður aldursmunur á ákærða og brotaþola en eins og áður var sagt var brotaþoli 16 ára gömul þegar meint brot var framið. Brotaþoli nýtur enn umsjónar barnaverndar þrátt fyrir að vera orðin átján ára gömul þar sem hún er talin vera í mjög viðkvæmri stöðu.
Dómsmál Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira