Söfnunin fyrir fjölskyldu Nathan Bain fór á mikið flug eftir hetjudáðir stráksins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. nóvember 2019 16:00 Nathan Bain fagnar sigurkörfu sinni á móti Duke. AP/Gerry Broome Nathan Bain var ein af hetjum vikunnar í bandarískum íþróttum þegar hann tryggði Stephen F. Austin háskólanum mjög óvæntan sigur á stórliði Duke í bandaríska háskólakörfuboltanum. Karfan hans hjálpaði ekki aðeins körfuboltaliði Nathan Bain heldur einnig slæmri stöðu fjölskyldunnar. Fjölskylda Nathan Bain býr í Freeport á Bahamaeyjum en Grand Bahama eyjan sem þau búa á varð mjög illa úti í fellibylnum Dorian í september. Næstum því allt hús fjölskyldunnar eyðilagðist í óveðrinu og kirkja föður hans, sem er prestur, eyðilagðist líka.24 hours after Nathan Bain hit the game-winner against Duke, a fundraiser to help his family has hit $100,000 https://t.co/FCl0icDakA — Sports Illustrated (@SInow) November 28, 2019 Íþróttadeildin í Stephen F. Austin háskólanum setti af stað söfnun fyrir fjölskylduna 17. september síðastliðinn. Fram að skoti Nathan Bain á þriðjudagskvöldið höfðu safnast 2010 dollarar frá 26 aðilum en enginn hafði gefið í söfnunina í meira en mánuð. Eftir sigurkörfu Nathan Bain á móti Duke þá fóru peningarnir aftur á móti að streyma inn. Tíu klukkustundum eftir körfuna höfðu safnast meira en 25 þúsund dollarar. Sú upphæð er nú kominn yfir hundrað þúsund dollara samkvæmt nýjustu tölum en það eru meira en tólf milljónir íslenskra króna.Nate Bain on @SportsCenter late Tuesday night after the 'Jacks upset of No. 1 Duke! Yes, it's from the bus!#RaiseTheAxe#AxeEmpic.twitter.com/tnpQ7hzuOB — SFA Basketball (@SFA_MBB) November 27, 2019 Nathan Bain er 24 ára gamall og hefur verið í skóla í Bandaríkjunum frá árinu 2012. Auk vandræða fjölskyldunnar heima á Bahamaeyjum þá hefur hann sjálfur verið mjög óheppinn með meiðsli. Í viðtalinu eftir leik barðist Nathan Bain við tárin. „Fjölskyldan mín missti mikið á þessu ári en ég ætlaði ekki að láta sjá mig grátandi í sjónvarpinu. Ég er samt að spila fyrir þau og reyni að gera þjóð mína stolta af mér,“ sagði Nathan Bain. Körfubolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Nathan Bain var ein af hetjum vikunnar í bandarískum íþróttum þegar hann tryggði Stephen F. Austin háskólanum mjög óvæntan sigur á stórliði Duke í bandaríska háskólakörfuboltanum. Karfan hans hjálpaði ekki aðeins körfuboltaliði Nathan Bain heldur einnig slæmri stöðu fjölskyldunnar. Fjölskylda Nathan Bain býr í Freeport á Bahamaeyjum en Grand Bahama eyjan sem þau búa á varð mjög illa úti í fellibylnum Dorian í september. Næstum því allt hús fjölskyldunnar eyðilagðist í óveðrinu og kirkja föður hans, sem er prestur, eyðilagðist líka.24 hours after Nathan Bain hit the game-winner against Duke, a fundraiser to help his family has hit $100,000 https://t.co/FCl0icDakA — Sports Illustrated (@SInow) November 28, 2019 Íþróttadeildin í Stephen F. Austin háskólanum setti af stað söfnun fyrir fjölskylduna 17. september síðastliðinn. Fram að skoti Nathan Bain á þriðjudagskvöldið höfðu safnast 2010 dollarar frá 26 aðilum en enginn hafði gefið í söfnunina í meira en mánuð. Eftir sigurkörfu Nathan Bain á móti Duke þá fóru peningarnir aftur á móti að streyma inn. Tíu klukkustundum eftir körfuna höfðu safnast meira en 25 þúsund dollarar. Sú upphæð er nú kominn yfir hundrað þúsund dollara samkvæmt nýjustu tölum en það eru meira en tólf milljónir íslenskra króna.Nate Bain on @SportsCenter late Tuesday night after the 'Jacks upset of No. 1 Duke! Yes, it's from the bus!#RaiseTheAxe#AxeEmpic.twitter.com/tnpQ7hzuOB — SFA Basketball (@SFA_MBB) November 27, 2019 Nathan Bain er 24 ára gamall og hefur verið í skóla í Bandaríkjunum frá árinu 2012. Auk vandræða fjölskyldunnar heima á Bahamaeyjum þá hefur hann sjálfur verið mjög óheppinn með meiðsli. Í viðtalinu eftir leik barðist Nathan Bain við tárin. „Fjölskyldan mín missti mikið á þessu ári en ég ætlaði ekki að láta sjá mig grátandi í sjónvarpinu. Ég er samt að spila fyrir þau og reyni að gera þjóð mína stolta af mér,“ sagði Nathan Bain.
Körfubolti Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira