Skiptum er lokið í þrotabúi Ingunnarstaða ehf í Reykhólahreppi en félagið var úrskurðað gjaldþrota í maí 2014. Lýstar kröfur í búið námu 171 milljón króna og voru kröfur upp á 163 milljónir króna samþykktar.
Forgangskröfur að fjárhæð 118 milljónum króna voru samþykktar og fengust að fullu greiddar. Þá fengust átján milljónir króna til viðbótar greiddar í almennar kröfur. Alls voru því 136 milljónir króna greiddar úr búinu eða 83% af samþykktum kröfum.
Daníel Jónsson, bóndi á Ingunnarstöðum, stóð um árabil í deilum við Landsbankann vegna jarðarinnar.
