Vefblaðamenn leggja niður störf frá 10 til 22 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. nóvember 2019 09:30 Vefblaðamenn á Vísi, Mbl.is, Fréttablaðinu og RÚV, sem eru félagar í Blaðamannafélagi Íslands, leggja niður störf í tólf klukkustundir í dag. Grafík/Hjalti Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum. Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í tólf tíma. Um er að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi. Verkfallsaðgerðin á að hafa áhrif á fyrrnefnda vefmiðla en sú hefur ekki verið raunin á vef Morgunblaðsins. Þar hafa verktakar, blaðamenn Morgunblaðsins og yfirmenn skrifað fréttir á vef Mbl.is á meðan verkfallsaðgerðum stendur. Aðgerðirnar hafa verið fordæmdar af vefblaðamönnum Mbl.is og hefur Blaðamannafélag Íslands stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota starfsmanna Árvakurs. Aðgerðirnar hafa verið kærðar til Félagsdóms. Verkfallsaðgerðin í dag átti að fara fram síðastliðinn föstudag en vinnustöðvun var frestað á síðustu stundu af samninganefnd BÍ. Það hafði í för með sér að vinnustöðvunum var frestað um viku, eitthvað sem samninganefndin viðurkenndi að hún hefði ekki áttað sig á. Fjórða aðgerðin, sem átti að beinast gegn prentmiðlum í gær - daginn fyrir svartan föstudag - verður því komandi fimmtudag 5. desember. Frestun verkfallsaðgerða fór afar illa í starfsmenn Fréttablaðsins enda áttu verkfallsaðgerðir að bíta fimmtudaginn fyrir svarta föstudag sem er stærsti dagur ársins í auglýsingasölu hjá dagblöðunum. Í staðinn verður vinnustöðvun á dagblöðunum 5. desember. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Í bakgrunni má sjá nokkra af blaðamönnum Fréttablaðsins.Vísir/Vilhelm Stærstur hluti vefblaðamanna á Vísi og Fréttablaðinu eru í Blaðamannafélagi Íslands og má því reikna með að engar fréttir birtist á vefunum tveimur í dag líkt og í fyrri verkfallsaðgerðum.Fréttir verða sagðar á Bylgjunni á heila tímanum eins og venjulega í dag með þéttum hádegistíma klukkan tólf. Fréttir Stöðvar 2 verða á sínum stað klukkan 18:30. Vísir fer aftur í fullan gang um leið og klukkan slær 22. Þá er ástæða til að benda á að Allir geta dansað fer í loftið á Stöð 2 í kvöld og verður hægt að horfa á þáttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsvefnum á Vísi. Stór hluti blaðamanna á Ríkisútvarpinu er í Félagi fréttamanna, öðru stéttarfélagi, svo verkfallsaðgerðin mun hafa minni áhrif á vef Ríkisútvarpsins. Þar eru nokkrir tökumenn félagar í BÍ sem hefur áhrif á vinnslu sjónvarpsfrétta hjá Ríkisútvarpinu. Náist ekki samningar á næstunni munu blaðamenn sem starfa við Fréttablaðið og Morgunblaðið leggja niður störf fimmtudaginn 5. desember. Fulltrúar úr samninganefnd blaðamanna og frá Samtökum atvinnulífsins funduðu í gær án þess að nokkur niðurstaða næðist í viðræðunum.
Fjölmiðlar Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira