Björn Kristjánsson: Hrikalega veikt andlega 29. nóvember 2019 22:30 Björn Kristjánsson í leik með KR. Vísir/Vilhelm Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Björn Kristjánsson var í raun orðlaus eftir 43 stiga tap KR gegn Stjörnunni í Dominos deild karla í kvöld. Hann viðurkenndi að hann ætti í raun engin svör við því sem gerðist í kvöld en KR tapaði 110-67 í Garðabænum. Íslandsmeistararnir hafa nú tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum. „Ég veit það ekki, þetta var hrikalega veikt andlega og auðvitað líkamlega líka,“ sagði Björn Kristjánsson, leikmaður KR, aðspurður út í hvað í ósköpunum hefði átt sér stað í Garðabænum í kvöld. „Við komum þessu niður í sex stig í byrjun síðari hálfleiks og þetta var orðið leikur. Svo fór þetta allt í einu upp í 15 og í staðinn fyrir að bregðast við urðum við bara enn veikari. Það er líka erfitt að þegar við fáum loks góð skot þá tekst okkur ekki að setja þau ofan í og þá verður þetta brekka. Það er nákvæmlega það sem gerðist.“ „Ég veit það ekki en við þurfum klárlega að breyta einhverju. Hvort það er hugarfar, leikstíll eða hvað sem er þá er það ekki að virka. Get svo sem ekki sagt nákvæmlega hvað það er en það er eitthvað ekki að virka og við þurfum allir að horfa í eigin barm,“ sagði Björn aðspurður hvort síðustu leikir væru farnir að sitja í Íslandsmeisturunum en tapið í kvöld var það fjórða í síðustu fimm leikjum liðsins. „Við bara gátum ekki spilað verr. Fengum ágætis færi sókn en gátum ekki nýtt þau og gátum ekki komið okkur til baka svo við fáum auðveld stig beint í bakið. Við vinnum ekkert lið ef við spilum svona, hvað þá lið eins og Stjörnuna.“ „Þeir eru alltaf fljótir fram og við vissum það. Að hlaupa til baka er ekki eitthvað sem þú æfir, það er eitthvað sem þú gerir bara. Og við gerðum það ekki í kvöld. Það steig enginn upp og þetta var bara ógeðslega dapurt.“ „Ég er allt í lagi. Það er ekki enn komið í ljós hvað er það. Er að bíða eftir að komast að hjá lækni, þriðja bæklunarlækninum þar að segja. Ég tók ákvörðun sjálfur þar sem ég var ekki að eyðileggja neitt með að spila og hvíldin lagaði ekki neitt svo ég er búinn að vera hægt og rólega að koma mér í gang undanfarnar 3-4 vikur og mér líður ágætlega, betur en ég bjóst við. Grunnorsök meiðslanna er ekki enn komin svo ég er í raun bara enn að bíða,“ sagði Björn að lokum um meiðslin sem héldu honum á hliðarlínunni í upphafi tímabils. Björn lék 17 mínútur í kvöld, á þeim skilaði hann átta stigum og fimm stoðsendingum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00 Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00 Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30 Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Fleiri fréttir „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - KR 110-67 | Stjarnan pakkaði KR saman og fór upp að hlið toppliðanna Stjarnan einfaldlega jarðaði KR í leik liðanna í Dominos deild karla í kvöld. Lokatölur 110-67 og sexfaldir Íslandsmeistarar KR sáu aldrei til sólar. 29. nóvember 2019 22:00
Óvíst hvenær Björn snýr aftur Björn Kristjánsson, leikmaður sexfaldra Íslandsmeistara KR, er enn frá vegna meiðsla og er óvíst hvenær hann snýr aftur. Hann vonast þó til að það séu aðeins nokkrar vikur í það. 20. október 2019 09:00
Hlynur Bærings: Finnst við eiga nóg inni Hlynur Bæringsson fór að venju mikinn er Stjarnan einfaldlega jarðaði sexfalda Íslandsmeistara KR í Dominos deildinni í kvöld. Lokatölur 110-67 Stjörnunni í vil í ótrúlegum leik í Garðabænum. Hlynur setti 11 stig ásamt því að taka 19 fráköst. Þó Stjarnan sé jöfn Keflavík og Tindastól á toppi deildarinnar er Hlynur ekki á allt sáttur. 29. nóvember 2019 22:30