Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2019 19:15 Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær. Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira
Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær.
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Fleiri fréttir Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Sjá meira