Gefur Landgræðslunni tugi kílóa af birkifræi árlega Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. nóvember 2019 19:15 Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær. Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Landgræðslan á Erlu Björgu Arnardóttur á Flúðum margt að þakka því hún hefur gefið Landgræðslunni tugi kíló af birkifræjum um leið og hún gerir jólaskreytingar fyrir hver jól. Af fræjunum verða til myndarlegir birkiskógar. Erla Björg rekur garðyrkjufyrirtækið Grænt land á Flúðum. Á þessum árstíma er hún byrjuð að huga að jólaskreytingum fyrir viðskiptavini sína þar sem hún notar mikið af birki. Á birkigreinunum eru reklar með birkifræjum inn í. Þetta fræ hirðir Erla Björg og gefur Landgræðslunni fyrir hver jól. „Ég er að búa til birkibúnt, sem ég sel í gegnum Grænan markað, áður þá lita ég þau hvít og þetta sel ég í einhverjum þúsundum stykkja í gegnum Grænan markað. Birkifræin eru aukaafurð, algjörlega, fellur til á borðið hjá mér og ég safna þessu saman og sigta nokkuð gróflega. Í gegnum tíðna hef ég safnað um fjörutíu kílóum af birkifræjum, sem ég hef gefið Landgræðslunni eða til Landgræðslufélaga innan sveitarfélaga“, segir Erla Björg. Þórunn Pétursdóttir, sviðsstjóri Samskipta- og áætlana hjá Landgræðslunni, segir framlag Erlu Bjargar stórkostlegt, „Já, mér finnst þetta frábært, við erum náttúrulega búin að vera að vinna í haust með Hekluskógum og Olís að safna birkifræi og fengið fræ af öllu landinu. Það er geggjað að fá að heyra af þessu hérna hjá Erlu. Endurheimt birkiskóga er líklega stærsta aðgerðin, sem við getum farið í í loftlagsaðgerðum hér á Íslandi hvað varðar aukna bindingu í kolefni í jarðvegi og gróðri“. Það er meira en nóg að gera hjá Erlu og hennar starfsfólki að klippa birkigreinar í búnt en af þeim fær hún birkifræin.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Þórunn segir forréttindi að eiga konu eins og Erlu Björg, sem spáir í loftlagsmálin og gefur allt þetta birkifræ. „Þetta er gjörsamlega æðislegt, ég labbaði hér inn og horfði í kringum mig. Að sjá hvað þær eru að gera með birkið, klippa niður greinarnar og nýta allt og ekkert fer til spillis, það sem kemur hingað inn er allt nýtt“. Erla Björg segir að nú sé hún byrjuð að undirbúa jólin. „Já, já, ég er búin að vera þrjár vikur að því. Við erum búnar að vera að vefja greni á kaðal og búa til Garðland og við erum búnar að búa til 2.800 búnt af birkinu, það eru einhver 2.000 eftir og svo eru það hálmhringirnir, sem ég er búin að búa til, það eru einhver þúsundir sem fara þar í gegn, þannig að vinnan er alveg yfirdrifin nóg fram að jólum en 20. desember er ég farin í jólafrí“, segir Erla Björg og skellihlær.
Hrunamannahreppur Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira