Hong Kong á barmi upplausnar Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Mótmælendur kveiktu elda í Hong Kong í gær. Nordicphotos/Getty Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar. Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Hong Kong er á barmi upplausnar að sögn lögreglu í kjölfar mótmælanna sem hafa nú staðið yfir í fimm mánuði. Í gær stöðvuðu mótmælendur umferð í viðskiptahverfinu. Þá féllu niður tímar í háskólum. Á mánudag lokuðu mótmælendur verslunum og hafa þeir gefið út að truflanir á starfsemi fyrirtækja haldi áfram út vikuna. Fram til þessa hafa mótmælin farið fram um helgar. Hong Kong hefur verið sjálfstjórnarhérað í Kína frá því að Bretar yfirgáfu borgina fyrir aldamót. Mótmælin hófust í júní eftir að stjórnvöld lögðu fram tillögu um að heimila framsal til Kína. Þau hafa síðan magnast yfir í kröfur um aukið lýðræði og ábyrgð af hálfu stjórnvalda. Í gær var strætisvagn notaður til að teppa umferð. Þá var kveikt í stóru jólatré í verslunarmiðstöð. „Við höfum ótal dæmi um óeirðaseggi sem beita saklaust fólk ofbeldi,“ hefur BBC eftir Kong Wing-cheung, talskonu lögreglunnar í Hong Kong. „Hong Kong er á barmi upplausnar vegna grímuklæddra óeirðaseggja sem auka sífellt ofbeldið í þeirri von að þeir komist upp með það.“ Mótmælandi var skotinn af lögreglu á mánudaginn. Í kjölfarið var kveikt í stuðningsmanni kínverskra stjórnvalda. Báðir liggja á sjúkrahúsi. Li Kwai-wah yfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa verið í fullum rétti að skjóta mótmælandann. „Lögregluþjóni var ógnað af hópi fólks sem ætlaði að taka af honum byssuna. Í slíkum aðstæðum á lögreglan fullan rétt á að verja sig.“ Mótmælendahópurinn Demosisto deildi í kjölfarið myndbandi þar sem lögregla sést úða piparúða á konu og berja hana með kylfu. Joshua Wong, leiðtogi Demosisto, segir að hún sé ólétt og aðgerðir lögreglu hafi verið hræðilegar.
Birtist í Fréttablaðinu Hong Kong Kína Tengdar fréttir Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33 Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59 Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Sjá meira
Ekkert lát á mótmælunum í Hong Kong Gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa verið á lestarstöðvum í morgunumferðinni sem varð þess valdandi að tafir urðu miklar og sumar lestarferðir féllu alfarið niður. 12. nóvember 2019 07:33
Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong Lögreglumaður skaut mótmælanda í Hong Kong í morgun þegar mótmælendur reyndu að koma í veg fyrir að fólk kæmist til vinnu sinnar í lestarkerfi borgarinnar. 11. nóvember 2019 06:59
Kína sniðgengur bandarískar vörur Svo virðist sem mjög margir Kínverjar ætli sér að sniðganga bandarískar vörur á Singles' Day. Þeir segja að ástæðan sé þjóðerniskennd, en Bandaríkin og Kína hafa háð viðskiptastríð að undanförnu. 9. nóvember 2019 08:30