Olíureykur truflar farþega í rafknúnum vögnum Strætó Ari Brynjólfsson skrifar 13. nóvember 2019 07:45 Strætó segir langflestar ferðir rafmagnsvagna lausar við olíulyktina og farþega almennt ánægða með vagnana. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Olíureykur á það til að leita inn í farþegarými rafmagnsvagna Strætó bs. farþegum og vagnstjórum til ama. Strætó á fjórtán rafmagnsvagna frá kínverska framleiðandanum Yutong og eru það rúmlega tíu prósent af flotanum. Miðstöð vagnanna er kynt með olíu og þegar miðstöðin er notuð blæs kyndingin út reyk með reglulegu millibili. Vagnstjóri hjá Strætó segir reykinn mjög áberandi þegar vagninn stoppar í köldu veðri, í logni leiti hann inn í farþegarýmið. Vagnstjórarnir hafa ekki stjórn á því hvenær miðstöðin blæs út reyk. „Það var mjög gott að keyra rafmagnsvagnana fyrst, þeir láta vel að stjórn og eru hljóðlátir. Þessi vandi kom upp nánast strax. Margir farþegar hafa kvartað undan þessu, enda olíulyktin stæk,“ segir vagnstjórinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann keyrði rafmagnsvagn í fjóra daga samfleytt nýverið. „Alla þessa daga fann ég fyrir seiðingshöfuðverk, sumir aðrir vagnstjórar, en ekki allir, hafa fundið fyrir því líka.“Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.Stjórnendur Strætó urðu fyrst varir við þetta vandamál síðasta vetur, en það á við um alla vagna Yutong á Norðurlöndunum. „Í stuttu máli, þegar olía er köld þá er erfiðara að brenna hana og það losnar meiri reykur og sót frá henni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í fyrra settum við hitara í miðstöðina sem hitaði upp olíuna í miðstöðinni. Sú lausn lofaði góðu og við urðum minna vör við olíulykt frá miðstöð vagnanna. Við urðum síðan ekkert vör við vandamálið í sumar, þar sem miðstöðin var lítið sem ekkert notuð.“ Vagnstjórinn segir að síðasta laugardag hafi hann verið á ferð í Mjóddinni þegar olíuský hafi leitað inn í farþegarýmið. „Þá kom til mín kona til að kvarta undan þessu, hún var með astma og þurfti að skipta um vagn til að komast niður í bæ. Ég sagði henni að ég væri algjörlega sammála, þetta væri ekki boðlegt,“ segir hann. Alls hafa borist þrettán formlegar kvartanir til Strætó síðastliðið ár vegna olíureyksins, sjö í fyrra og sex á þessu ári. Guðmundur segir að Strætó eigi von á búnaði frá Finnlandi í desember sem vonast er til að geti leyst málið. Á sá búnaður að hita olíuna meira og sía frá loft sem kann að koma frá olíunni. „Það eru gjarnan áskoranir sem fylgja nýrri tækni og þetta er eitt dæmi um það. Langstærsti hluti ferða með rafvögnunum er laus við olíulykt og farþegar eru almennt afar ánægðir með vagnana,“ segir Guðmundur. Áætlaður kostnaður við búnaðinn er 250 evrur fyrir stykkið, sem gerir rúmlega 480 þúsund krónur fyrir alla vagnana. Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Olíureykur á það til að leita inn í farþegarými rafmagnsvagna Strætó bs. farþegum og vagnstjórum til ama. Strætó á fjórtán rafmagnsvagna frá kínverska framleiðandanum Yutong og eru það rúmlega tíu prósent af flotanum. Miðstöð vagnanna er kynt með olíu og þegar miðstöðin er notuð blæs kyndingin út reyk með reglulegu millibili. Vagnstjóri hjá Strætó segir reykinn mjög áberandi þegar vagninn stoppar í köldu veðri, í logni leiti hann inn í farþegarýmið. Vagnstjórarnir hafa ekki stjórn á því hvenær miðstöðin blæs út reyk. „Það var mjög gott að keyra rafmagnsvagnana fyrst, þeir láta vel að stjórn og eru hljóðlátir. Þessi vandi kom upp nánast strax. Margir farþegar hafa kvartað undan þessu, enda olíulyktin stæk,“ segir vagnstjórinn, sem vildi ekki láta nafns síns getið. Hann keyrði rafmagnsvagn í fjóra daga samfleytt nýverið. „Alla þessa daga fann ég fyrir seiðingshöfuðverk, sumir aðrir vagnstjórar, en ekki allir, hafa fundið fyrir því líka.“Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó.Stjórnendur Strætó urðu fyrst varir við þetta vandamál síðasta vetur, en það á við um alla vagna Yutong á Norðurlöndunum. „Í stuttu máli, þegar olía er köld þá er erfiðara að brenna hana og það losnar meiri reykur og sót frá henni,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó. „Í fyrra settum við hitara í miðstöðina sem hitaði upp olíuna í miðstöðinni. Sú lausn lofaði góðu og við urðum minna vör við olíulykt frá miðstöð vagnanna. Við urðum síðan ekkert vör við vandamálið í sumar, þar sem miðstöðin var lítið sem ekkert notuð.“ Vagnstjórinn segir að síðasta laugardag hafi hann verið á ferð í Mjóddinni þegar olíuský hafi leitað inn í farþegarýmið. „Þá kom til mín kona til að kvarta undan þessu, hún var með astma og þurfti að skipta um vagn til að komast niður í bæ. Ég sagði henni að ég væri algjörlega sammála, þetta væri ekki boðlegt,“ segir hann. Alls hafa borist þrettán formlegar kvartanir til Strætó síðastliðið ár vegna olíureyksins, sjö í fyrra og sex á þessu ári. Guðmundur segir að Strætó eigi von á búnaði frá Finnlandi í desember sem vonast er til að geti leyst málið. Á sá búnaður að hita olíuna meira og sía frá loft sem kann að koma frá olíunni. „Það eru gjarnan áskoranir sem fylgja nýrri tækni og þetta er eitt dæmi um það. Langstærsti hluti ferða með rafvögnunum er laus við olíulykt og farþegar eru almennt afar ánægðir með vagnana,“ segir Guðmundur. Áætlaður kostnaður við búnaðinn er 250 evrur fyrir stykkið, sem gerir rúmlega 480 þúsund krónur fyrir alla vagnana.
Birtist í Fréttablaðinu Strætó Mest lesið „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira