Trump íhugar að reka óháðan eftirlitsmann og starfsmannastjórann Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2019 11:00 Mulvaney þótti ekki komast vel frá blaðamannafundi í síðasta mánuði þar sem hann gróf undan helstu málsvörn Trump og bandamanna hans varðandi samskiptin við Úkraínu. Vísir/EPA Eftir að innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar greindi frá kvörtun uppljóstrara um samskipti Donalds Trump forseta við úkraínsk stjórnvöld ræddi Trump ítrekað við ráðgjafa sína um að reka endurskoðandann. Þá eru ráðgjafar forsetans sagðir ráða honum frá því að reka Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem Trump hefur sagst vilja gera. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump hófst eftir að upplýst var um að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan símtali forsetans við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu. Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu með því að þrýsta á um að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu pólitíska keppninauta hans. Fyrstu opinberu vitnaleiðslurnar í rannsókninni hefjast í dag en þær hafa fram að þessu farið fram fyrir luktum dyrum.New York Times segir að Trump hafi gramist að Michael Atkinson, innri endurskoðandi leyniþjónustunnar, hafði greint frá kvörtun uppljóstrarans. Trump hafi fyrst lýst undrun sinni á því þegar kvörtunin rataði í fréttir í september og síðan ítrekað vakið máls á þeim möguleika að reka Atkinson. Forsetinn á að hafa sagt ráðgjöfum sínum að hann skilji ekki hvers vegna Atkinson tilkynnti Bandaríkjaþingi um kvörtunina. Með því hefði Atkinson, sem Trump skipaði sjálfur árið 2017, sýnt honum óhollustu. Þá hefur Trump sakað Atkinson um að vinna með demókrötum að því að skemma fyrir honum. Innri endurskoðendur bandarískra ríkisstofnana eiga að njóta sjálfstæðis í störfum sínum til að veita framkvæmdavaldinu aðhald og eftirlit. Forseti getur rekið þá en fram að þessu hefur verið ætlað að það gerðu þeir aðeins í tilfellum þar sem innri endurskoðendur hefðu gerst sekir um misferli eða vanrækslu í starfi. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast pólitísku afleiðingarnar fyrir forsetann ræki hann Atkinson, sérstaklega í ljósi þess að hann þarf nú á stuðningi repúblikana á Bandaríkjaþingi að halda sem aldrei fyrr á meðan rannsókn og möguleg réttarhöld fara fram í þinginu.Michael Atkinson er innri endurskoðandi leyniþjónustunnar. Sem slíkur á að njóta sjálfstæðis frá pólitískum afskiptum og hafa eftirlit með störfum leyniþjónustunnar.Vísir/EPAÓsáttur við frammistöðu Mulvaney á blaðamannafundi Þá berast fréttir af áhyggjum ráðgjafa Trump af því að hann ætli að reka Mulvaney, starfandi starfsmannasjtóra Hvíta hússins. Washington Post segir að Trump hafi hótað því vikum saman að sparka Mulvaney en háttsettir ráðgjafar hafi ráðið honum frá því í ljósi rannsóknar þingsins. Þingnefndirnar sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump hafa reynt að fá Mulvaney til að bera vitni um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu og hvernig hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð var haldið eftir á sama tíma og forsetinn og bandamenn hans reyndu að þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gera honum pólitískan greiða með rannsóknum. Mulvaney hafnaði í fyrstu að bera vitni en reyndi svo að fá aðild að dómsmáli sem John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, höfðaði til að fá úr því skorið hvort honum beri skylda til að verða við stefnu þingnefndanna um að gefa skýrslu. Eftir að Mulvaney var hafnað um aðild að því máli ákvað hann að verða við kröfu Hvíta hússins um að neita að vinna með rannsókn þingsins. Óánægja Trump með Mulvaney er meðal annars sögð tengjast frammistöðu starfandi starfsmannastjórans á blaðamannafundi 17. október. Þar viðurkenndi Mulvaney að hernaðaraðstoðinni hafi verið haldið eftir til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka andstæðinga Trump þrátt fyrir að forsetinn og bandamenn hans hefði þrætt ákaflega að sú hefði verið raunin fram að því. Mulvaney sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann sakaði fjölmiðla um að snúa út úr orðum sínum sem hafði þó verið sjónvarpað beint. Ráðgjöfum Trump hugnast þó illa að Mulvaney verði látinn fara nú í ljósi þess að hann lék lykilhlutverk í að hernaðaraðstoðin var stöðvuð og gæti þannig veit þinginu mikilvæga innsýn í þá atburði. Þá óttast þeir að leit að eftirmanni starfsmannastjórans raski störfum Hvíta hússins. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Eftir að innri endurskoðandi bandarísku leyniþjónustunnar greindi frá kvörtun uppljóstrara um samskipti Donalds Trump forseta við úkraínsk stjórnvöld ræddi Trump ítrekað við ráðgjafa sína um að reka endurskoðandann. Þá eru ráðgjafar forsetans sagðir ráða honum frá því að reka Mick Mulvaney, starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, sem Trump hefur sagst vilja gera. Rannsókn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á mögulegum embættisbrotum Trump hófst eftir að upplýst var um að uppljóstrari innan leyniþjónustunnar hefði kvartað formlega undan símtali forsetans við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu. Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu með því að þrýsta á um að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu pólitíska keppninauta hans. Fyrstu opinberu vitnaleiðslurnar í rannsókninni hefjast í dag en þær hafa fram að þessu farið fram fyrir luktum dyrum.New York Times segir að Trump hafi gramist að Michael Atkinson, innri endurskoðandi leyniþjónustunnar, hafði greint frá kvörtun uppljóstrarans. Trump hafi fyrst lýst undrun sinni á því þegar kvörtunin rataði í fréttir í september og síðan ítrekað vakið máls á þeim möguleika að reka Atkinson. Forsetinn á að hafa sagt ráðgjöfum sínum að hann skilji ekki hvers vegna Atkinson tilkynnti Bandaríkjaþingi um kvörtunina. Með því hefði Atkinson, sem Trump skipaði sjálfur árið 2017, sýnt honum óhollustu. Þá hefur Trump sakað Atkinson um að vinna með demókrötum að því að skemma fyrir honum. Innri endurskoðendur bandarískra ríkisstofnana eiga að njóta sjálfstæðis í störfum sínum til að veita framkvæmdavaldinu aðhald og eftirlit. Forseti getur rekið þá en fram að þessu hefur verið ætlað að það gerðu þeir aðeins í tilfellum þar sem innri endurskoðendur hefðu gerst sekir um misferli eða vanrækslu í starfi. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast pólitísku afleiðingarnar fyrir forsetann ræki hann Atkinson, sérstaklega í ljósi þess að hann þarf nú á stuðningi repúblikana á Bandaríkjaþingi að halda sem aldrei fyrr á meðan rannsókn og möguleg réttarhöld fara fram í þinginu.Michael Atkinson er innri endurskoðandi leyniþjónustunnar. Sem slíkur á að njóta sjálfstæðis frá pólitískum afskiptum og hafa eftirlit með störfum leyniþjónustunnar.Vísir/EPAÓsáttur við frammistöðu Mulvaney á blaðamannafundi Þá berast fréttir af áhyggjum ráðgjafa Trump af því að hann ætli að reka Mulvaney, starfandi starfsmannasjtóra Hvíta hússins. Washington Post segir að Trump hafi hótað því vikum saman að sparka Mulvaney en háttsettir ráðgjafar hafi ráðið honum frá því í ljósi rannsóknar þingsins. Þingnefndirnar sem rannsaka möguleg embættisbrot Trump hafa reynt að fá Mulvaney til að bera vitni um samskipti Trump-stjórnarinnar við Úkraínu og hvernig hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð var haldið eftir á sama tíma og forsetinn og bandamenn hans reyndu að þrýsta á stjórnvöld í Kænugarði að gera honum pólitískan greiða með rannsóknum. Mulvaney hafnaði í fyrstu að bera vitni en reyndi svo að fá aðild að dómsmáli sem John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, höfðaði til að fá úr því skorið hvort honum beri skylda til að verða við stefnu þingnefndanna um að gefa skýrslu. Eftir að Mulvaney var hafnað um aðild að því máli ákvað hann að verða við kröfu Hvíta hússins um að neita að vinna með rannsókn þingsins. Óánægja Trump með Mulvaney er meðal annars sögð tengjast frammistöðu starfandi starfsmannastjórans á blaðamannafundi 17. október. Þar viðurkenndi Mulvaney að hernaðaraðstoðinni hafi verið haldið eftir til að þrýsta á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka andstæðinga Trump þrátt fyrir að forsetinn og bandamenn hans hefði þrætt ákaflega að sú hefði verið raunin fram að því. Mulvaney sendi frá sér yfirlýsingu daginn eftir þar sem hann sakaði fjölmiðla um að snúa út úr orðum sínum sem hafði þó verið sjónvarpað beint. Ráðgjöfum Trump hugnast þó illa að Mulvaney verði látinn fara nú í ljósi þess að hann lék lykilhlutverk í að hernaðaraðstoðin var stöðvuð og gæti þannig veit þinginu mikilvæga innsýn í þá atburði. Þá óttast þeir að leit að eftirmanni starfsmannastjórans raski störfum Hvíta hússins.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15 Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01 Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48 Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Vitnisburður embættismanna gróf undan málsvörn Trump Varnarmála- og utanríkisembættismenn báru vitni um það þegar Trump Bandaríkjaforseti stöðvaði hernaðaraðstoð til Úkraínu í sumar. 12. nóvember 2019 11:15
Mulvaney veitti samþykki fyrir fundi gegn því að Biden-feðgar yrðu rannsakaðir Starfandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, Mick Mulvaney, samþykkti að halda skyldi fund á milli Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Volodimirs Zelenskíj, forseta Úkraínu, í Hvíta húsinu ef og aðeins ef stjórnvöld í Kænugarði hæfu rannsókn á olíufyrirtækinu Burisma. 9. nóvember 2019 12:01
Vilja að starfsmannastjóri Trump beri vitni Þingmenn fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hafa beðið Mick Mulvaney, fyrrverandi þingmann og starfandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að mæta á fund þingmanna. Hann ætlar ekki að verða við beiðninni. 5. nóvember 2019 23:48