Sportpakkinn: Alawoya og Zabas til Vals? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. nóvember 2019 15:30 PJ Alawoya varð Íslandsmeistari með KR 2017. vísir/anton Sjöunda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki kvöldsins. Isarel Martin mætir með Hauka á Sauðárkrók. Forvitnilegt verður að sjá hvaða mótttökur Martin fær á Króknum en hann stýrði Tindastóli áður en hann tók við Haukum í sumar. Tindastóll vann leik liðanna á Króknum á síðustu leiktíð en Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði. Sinisa Bilic er stigahæstur Tindastóls með 22,5 stig að meðaltali. Haukar hafa tapað tveimur leikjum, báðum á útivelli. Flenard Whitfield er þeirra stigahæstur, með 19 stig að meðaltali. Gerald Robinson hefur skorað 18 stig að meðaltali og tekið 10,2 fráköst. Stjarnan er líkt og Tindastóll og Haukar með fjóra sigra og tvo ósigra. Bikarmeistarar síðasta árs unnu tvo fyrstu leikina en töpuðu næstu tveimur, með tólf stigum fyrir Tindastóli á Króknum og með sama mun fyrir Keflavík á heimavelli í lok október. Nikolas Tomsick er stigahæstur Stjörnumanna með 18,7 stig að meðaltali og Tómas Þórður Hilmarsson er með 10,8 fráköst. Hann hefur sótt í sig veðrið, tók 18 fráköst og skoraði 19 stig í sigri á Njarðvík í þarsíðustu umferð. Tveir sigrar á útivelli í röð breyta vígstöðunni, í kvöld koma Valsmenn í heimsókn. Valur hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur, tveir sigranna komu í tveimur fyrstu umferðunum. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik og alls 53 í tapi gegn Njarðvík í síðasta leik. Valur leitar að eftirmanni Chris Jones sem hætti í miðjum leik gegn Keflavík. Jones er stigahæstur Valsmanna með 19 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er að reyna að fá Philip Alawoya sem lék með KR og Tindastóli. Hann var með 16 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 14 leikjum með Tindastóli á síðustu leiktíð. Evaldas Zabas gæti einnig verið á leið til Vals en félagaskipti hans úr Njarðvík eru ekki komin á hreint. Zabas skoraði tólf stig að meðaltali í þremur leikjum með Njarðvík. Þriðji leikur kvöldsins verður í Þorlákshöfn þegar Þór fær granna sína í Grindavík í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þór tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið tvo þá síðustu, gegn Haukum og Fjölni. Vincent Bailey er með 20,8 stig að meðaltali og 7,5 fráköst. Marko Bakovic hefur sótt í sig veðrið, er með 13,3 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Grindavík tapaði þremur fyrstu leikjunum, vann síðan Njarðvík og Fjölni en tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð eftir afleitan seinni hálfleik. Jamal Olasawere hefur skilað sínu, skorað 24,3 stig í 4 leikjum og tekið 9,8 fráköst.Klippa: Dominos-deild karla: Þrír leikir í kvöld Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira
Sjöunda umferð Domino's deildar karla í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Arnar Björnsson tók saman frétt um leiki kvöldsins. Isarel Martin mætir með Hauka á Sauðárkrók. Forvitnilegt verður að sjá hvaða mótttökur Martin fær á Króknum en hann stýrði Tindastóli áður en hann tók við Haukum í sumar. Tindastóll vann leik liðanna á Króknum á síðustu leiktíð en Haukar höfðu betur í leiknum í Hafnarfirði. Sinisa Bilic er stigahæstur Tindastóls með 22,5 stig að meðaltali. Haukar hafa tapað tveimur leikjum, báðum á útivelli. Flenard Whitfield er þeirra stigahæstur, með 19 stig að meðaltali. Gerald Robinson hefur skorað 18 stig að meðaltali og tekið 10,2 fráköst. Stjarnan er líkt og Tindastóll og Haukar með fjóra sigra og tvo ósigra. Bikarmeistarar síðasta árs unnu tvo fyrstu leikina en töpuðu næstu tveimur, með tólf stigum fyrir Tindastóli á Króknum og með sama mun fyrir Keflavík á heimavelli í lok október. Nikolas Tomsick er stigahæstur Stjörnumanna með 18,7 stig að meðaltali og Tómas Þórður Hilmarsson er með 10,8 fráköst. Hann hefur sótt í sig veðrið, tók 18 fráköst og skoraði 19 stig í sigri á Njarðvík í þarsíðustu umferð. Tveir sigrar á útivelli í röð breyta vígstöðunni, í kvöld koma Valsmenn í heimsókn. Valur hefur unnið þrjá leiki og tapað þremur, tveir sigranna komu í tveimur fyrstu umferðunum. Valur skoraði aðeins 17 stig í seinni hálfleik og alls 53 í tapi gegn Njarðvík í síðasta leik. Valur leitar að eftirmanni Chris Jones sem hætti í miðjum leik gegn Keflavík. Jones er stigahæstur Valsmanna með 19 stig að meðaltali. Ágúst Björgvinsson, þjálfari Vals, er að reyna að fá Philip Alawoya sem lék með KR og Tindastóli. Hann var með 16 stig og 8,4 fráköst að meðaltali í 14 leikjum með Tindastóli á síðustu leiktíð. Evaldas Zabas gæti einnig verið á leið til Vals en félagaskipti hans úr Njarðvík eru ekki komin á hreint. Zabas skoraði tólf stig að meðaltali í þremur leikjum með Njarðvík. Þriðji leikur kvöldsins verður í Þorlákshöfn þegar Þór fær granna sína í Grindavík í heimsókn. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þór tapaði þremur af fjórum fyrstu leikjunum en hefur unnið tvo þá síðustu, gegn Haukum og Fjölni. Vincent Bailey er með 20,8 stig að meðaltali og 7,5 fráköst. Marko Bakovic hefur sótt í sig veðrið, er með 13,3 stig að meðaltali og 10,8 fráköst. Grindavík tapaði þremur fyrstu leikjunum, vann síðan Njarðvík og Fjölni en tapaði fyrir Stjörnunni í síðustu umferð eftir afleitan seinni hálfleik. Jamal Olasawere hefur skilað sínu, skorað 24,3 stig í 4 leikjum og tekið 9,8 fráköst.Klippa: Dominos-deild karla: Þrír leikir í kvöld
Dominos-deild karla Sportpakkinn Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Sjá meira