Segir uppsagnir viðbrögð við stríðsástandi hjá Íslandspósti á Selfossi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2019 13:59 Birgir Jónsson hefur tekið til hendinni eftir að hann tók við stöðu forstjóra Íslandspósts fyrr á árinu. Íslandspóstur Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. Það sé ekki einelti þegar fólk rífist. Um og yfir tuttugu manns starfa hjá Íslandspósti á Selfossi. Hildur Ýr Tryggvadóttir greindi frá því á Facebook í gær að henni hefði verið sagt upp störfum. Sagði hún uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hefði farið á fund með yfirmanni og starfsmannastjóra þar sem hún greindi frá einelti. „Á mánudaginn átti ég fund með yfirmanni og starfsmannastjóra íslandspósts og var að leggja framm kvörtun vegna eineltis sem ég hef orðið fyrir á vinnustaðnum að hálfu annarra starfsmanna. Í dag fékk ég þetta bréf! Aðdáunarvert að sjá hvernig svona stórt fyrirtæki tekur á eineltismálum,“ sagði Hildur Ýr.Í samtali við Mbl.is segir Hildur Ýr um langtímaeinelti að ræða, sérstaklega af hálfu næsta yfirmanns en einnig fleiri. Yfirmaðurinn hafi mismunað henni.Veikindavottorð og kvartanir á víxl „Við vísum algjörlega á bug að henni hafi verið sagt upp vegna eineltiskvörtunar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspóst. Málið sé mun flóknari en það virðist við fyrstu sýn. Ástandið á vinnustaðnum hafi verið rosalega erfitt undanfarin tvö ár. „Orðið einelti er orðið mjög gjaldfellt hugtak. Það er ekkert einelti ef fólk er að rífast.“ Eftir faglega skoðun sérfræðinga hafi ekki verið neinn fótur fyrir neinu einelti.Facebook-færsla Hildar Ýrar hefur vakið mikla athygli. „Það hafa myndast einhverjar fylkingar og svo er bara spurning hvor hópurinn er að kvarta undan honum og skilar inn veikindavottorðum þá vikuna,“ segir Birgir. Brugðist hafi verið við með því að senda inn sálfræðinga, utanaðkomandi sérfræðinga og mannauðsteymi til að koma hópnum í lag. En lítið hafi gengið.Flestir lifi í stríðsástandi „Auðvitað er hlutverk mitt og okkar að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Það eru næstum því tuttugu aðrir starfsmenn sem lifa í stríðsástandi og vita aldrei hvaðan á þá stendur veðrið. Það er okkar ábyrgð að sjá til þess að fólk mæti í vinnuna og líði vel.“ Því hafi verið gripið til aðgerða og alls fjórum starfsmönnum sagt upp.Forstjóri Íslandspósts segir að deilur á Selfossi hafi komið verulega niður á þjónustunni sem Íslandspóstur vilji veita.Vísir/Vilhelm„Hún var ekki eini starfsmaðurinn sem sagt var upp. En við fengum strax frá henni þessa hótun um að fara í fjölmiðla. En þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við trúnaðarmenn og stéttarfélagið. Uppsögnin stenst 100 prósent skoðun.“ Ástandið hafi haft slæm áhrif á þá þjónustu sem Íslandspóstur vilji veita á Selfossi.Fólk verði að vilja vera með í liðinu Birgir segist vonast til þess að bjartari tímar séu framundan á Selfossi. Farið verði á fullt með starfsmannaþjálfun og leiðtogaþjálfun. Vísar hann til gríðarlega öflugrar starfsmannaþjónustu sem Íslandspóstur veiti. „En þetta byggir allt á því að fólk vilji vera með í liðinu,“ segir Birgir. Það séu ekkert allir sem vilji það. Forstöðumaður úr höfuðstöðvum Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu hefur verið settur tímabundið í stól stöðvarstjóra á Selfossi til að stýra starfseminni og koma henni aftur í starfhæft ástand. Árborg Íslandspóstur Vinnumarkaður Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Forstjóri Íslandspósts segir ástandið hafa verið afar erfitt á starfstöð póstins á Selfossi undanfarin tvö ár. Svo erfitt að nýlega hafi þurft að grípa til uppsagna. Eineltisásakanir hafi gengið á víxl en búið sé að gjaldfella eineltishugtakið. Það sé ekki einelti þegar fólk rífist. Um og yfir tuttugu manns starfa hjá Íslandspósti á Selfossi. Hildur Ýr Tryggvadóttir greindi frá því á Facebook í gær að henni hefði verið sagt upp störfum. Sagði hún uppsögnina hafa komið í kjölfar þess að hún hefði farið á fund með yfirmanni og starfsmannastjóra þar sem hún greindi frá einelti. „Á mánudaginn átti ég fund með yfirmanni og starfsmannastjóra íslandspósts og var að leggja framm kvörtun vegna eineltis sem ég hef orðið fyrir á vinnustaðnum að hálfu annarra starfsmanna. Í dag fékk ég þetta bréf! Aðdáunarvert að sjá hvernig svona stórt fyrirtæki tekur á eineltismálum,“ sagði Hildur Ýr.Í samtali við Mbl.is segir Hildur Ýr um langtímaeinelti að ræða, sérstaklega af hálfu næsta yfirmanns en einnig fleiri. Yfirmaðurinn hafi mismunað henni.Veikindavottorð og kvartanir á víxl „Við vísum algjörlega á bug að henni hafi verið sagt upp vegna eineltiskvörtunar,“ segir Birgir Jónsson, forstjóri Íslandspóst. Málið sé mun flóknari en það virðist við fyrstu sýn. Ástandið á vinnustaðnum hafi verið rosalega erfitt undanfarin tvö ár. „Orðið einelti er orðið mjög gjaldfellt hugtak. Það er ekkert einelti ef fólk er að rífast.“ Eftir faglega skoðun sérfræðinga hafi ekki verið neinn fótur fyrir neinu einelti.Facebook-færsla Hildar Ýrar hefur vakið mikla athygli. „Það hafa myndast einhverjar fylkingar og svo er bara spurning hvor hópurinn er að kvarta undan honum og skilar inn veikindavottorðum þá vikuna,“ segir Birgir. Brugðist hafi verið við með því að senda inn sálfræðinga, utanaðkomandi sérfræðinga og mannauðsteymi til að koma hópnum í lag. En lítið hafi gengið.Flestir lifi í stríðsástandi „Auðvitað er hlutverk mitt og okkar að skapa heilbrigt starfsumhverfi. Það eru næstum því tuttugu aðrir starfsmenn sem lifa í stríðsástandi og vita aldrei hvaðan á þá stendur veðrið. Það er okkar ábyrgð að sjá til þess að fólk mæti í vinnuna og líði vel.“ Því hafi verið gripið til aðgerða og alls fjórum starfsmönnum sagt upp.Forstjóri Íslandspósts segir að deilur á Selfossi hafi komið verulega niður á þjónustunni sem Íslandspóstur vilji veita.Vísir/Vilhelm„Hún var ekki eini starfsmaðurinn sem sagt var upp. En við fengum strax frá henni þessa hótun um að fara í fjölmiðla. En þetta er að sjálfsögðu gert í samráði við trúnaðarmenn og stéttarfélagið. Uppsögnin stenst 100 prósent skoðun.“ Ástandið hafi haft slæm áhrif á þá þjónustu sem Íslandspóstur vilji veita á Selfossi.Fólk verði að vilja vera með í liðinu Birgir segist vonast til þess að bjartari tímar séu framundan á Selfossi. Farið verði á fullt með starfsmannaþjálfun og leiðtogaþjálfun. Vísar hann til gríðarlega öflugrar starfsmannaþjónustu sem Íslandspóstur veiti. „En þetta byggir allt á því að fólk vilji vera með í liðinu,“ segir Birgir. Það séu ekkert allir sem vilji það. Forstöðumaður úr höfuðstöðvum Íslandspósts á höfuðborgarsvæðinu hefur verið settur tímabundið í stól stöðvarstjóra á Selfossi til að stýra starfseminni og koma henni aftur í starfhæft ástand.
Árborg Íslandspóstur Vinnumarkaður Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira