Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Samúel Karl Ólason skrifar 14. nóvember 2019 16:46 Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins. AP/J. Scott Applewhite Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“. Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Ályktunin var samþykkt í fulltrúadeildinni í lok október með miklum meirihluta, 405 atkvæði gegn 11. Tyrkir fordæmdu þá atkvæðagreiðslu harðlega. Til að verða opinber stefna Bandaríkjanna hefði öldungadeildin einnig þurft að samþykkja ályktunina og Donald Trump, forseti, þyrfti einnig að staðfesta hana. Landamæri Tyrklands og Armeníu eru lokuð vegna deilna um morðin, en hundruð þúsunda Armena létu lífið í tengslum við að tyrkneskar hersveitir vísuðu þeim á brott frá austanverðri Anatólíu til Sýrlands og víðar á árunum 1915 til 1916. Voru Armenarnir ýmist drepnir eða fórust af völdum vannæringar eða sjúkdóma. Deilt er um fjölda þeirra sem fórust, en armensk stjórnvöld segja þau hafa verið um 1,5 milljón. Tyrknesk stjórnvöld segja þau hins vegar hafa verið um 300 þúsund. Samtök sérfræðinga sem rannsaka þjóðarmorð (IAGS) áætla að „rúmlega milljón“ hafi látið þar lífið. Er einnig deilt um ásetning tyrkneska stjórnvalda á þeim tíma og segja Tyrkir að engin kerfisbundin áætlun hafi verið uppi um að eyða þjóðarbroti kristinna Armena.Sjá einnig: Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorðÁ þinginu í gærkvöldi sagði Graham að þingmenn ættu ekki að „fegra söguna eða endurskrifa hana“, samkvæmt frétt BBC. Samkvæmt reglum öldungadeildarinnar getur hvaða þingmaður sem er komið í veg fyrir samþykkt ályktanna. „Ég var á fundi með Erdogan forseta og Trump forseta um vandamál okkar í Sýrlandi vegna innrásar Tyrkja. Ég vonast til þess að Tyrkland og Armenía geti náð sátt vegna þessa vandamáls,“ sagði Graham einnig.Graham hefur verið harðlega gagnrýninn á Erdogan vegna innrásar Tyrkja í Sýrland, sem beinist gegn sýrlenskum Kúrdum, bandamönnum Bandaríkjanna gegn Íslamska ríkinu. Hann og aðrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins mættu á fund Erdogan og Trump í gær. Fyrir fundinn hafði þingmönnunum verið sagt af starfsmönnum Hvíta hússins að ræða eingöngu áhyggjur þeirra vegna kaupa Tyrkja á loftvarnakerfi frá Rússum. Samkvæmt heimildum CNN deildu Graham og Erdogan þó vegna innrásarinnar og einn heimildarmaður CNN sagði Graham hafa verið mjög aðgangsharðan.Í dag sagði Graham svo að yfirlýsingar Erdogan um að Tyrkir hefðu barist hvað harðast og tapað hvað mestu vegna Íslamska ríkisins væru einfaldlega rangar. Það hefði reitt hann til reiði, því að hafi verið Kúrdar og bandamenn þeirra í Sýrlenska lýðræðishernum sem töpuðu um tíu þúsund manns í baráttunni gegn hryðjuverkasamtökunum. Á fundinum dró Erdogan fram spjaldtölvu sem hann notaði til að sýna þingmönnunum áróðursmyndband gegn Kúrdum. Einn heimildarmaður CNN sagði myndbandið „fjarstæðukennt“.
Armenía Bandaríkin Tyrkland Tengdar fréttir Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Mest lesið Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Logi leitar aðstoðar hjá sálfræðingi Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Fleiri fréttir Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Sjá meira
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent