Deila áfram um lífskjarasamninginn Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 22:49 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, er hóflega bjartsýnn á næstu skref í kjaraviðræðunum. Vísir/vilhelm „Við sátum lungann úr deginum frá klukkan hálf tvö til að verða sjö. Niðurstaðan var sú að Ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi. Fundurinn var árangurslaus,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Vísi um stöðuna í kjaraviðræðum SA og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram tilboð á fundinum í dag og að Blaðamannafélagið hafi lagt fram gagntilboð í kjölfarið. SA féllst ekki á það tilboð. „Það var óaðgengilegt og getur ekki orðið grunnur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Þar við sat í kvöld og verkföll munu skella á morgun milli klukkan tíu og sex.“Tilgangslaust að sitja lengur Fram kom í máli Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, eftir fundinn í kvöld að samninganefnd Blaðamannafélagsins hafi viljað sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess að hálfu SA. Halldór telur að það hefði ekki orðið vænlegt til árangurs.Sjá einnig: „Það er afskaplega langt í land“„Það er einfaldlega allt of langt á milli aðila til þess að það skili einhverjum árangri, og þar við situr. Það hefði ekki skilað neinum árangri að sitja lengur, það hefði verið algjörlega tilgangslaust.“ Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi boðið öllum viðsemjendum sínum samningstilboð sem byggist á lífskjarasamningnum og með þeim hætti samið við 97% af viðsemjendum sínum. „Það höfum við nú þegar gert fyrir Blaðamannafélagið, en við höfum ekki komist lengra með þetta að sinni.“ Forysta Blaðamannafélagsins hefur þó fullyrt að félagið sé ekki að fara út fyrir umræddan lífskjarasamning í sinni kröfugerð. Þessu er Halldór hróplega ósammála. „Ef svo væri þá væru Samtök atvinnulífsins búin að undirrita kjarasamning við Blaðamannafélagið. Það sjá allir að sú fullyrðing stenst ekki skoðun.“Svo ykkur greinir á um það að tilboðið rúmist innan samningsins?„Það rúmast ekki innan samningsins. Um það þarf ekkert að deila.“Hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu viku og verður málið þingfest í Félagsdómi á þriðjudag. Halldór segist vera ósammála þessari túlkun Blaðamannafélagsins en að hann virði á sama tíma rétt þeirra til að skjóta málinu til félagsdóms. „Við sjáum bara hvernig félagsdómur úrskurðar í þessu máli. Reglurnar eru alveg skýrar, við höfum brýnt þær fyrir okkar umbjóðendum og svo lengi sem farið er eftir þeim þá óttast ég ekki niðurstöðu félagsdóms.“Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störfBoðað hefur verið til næsta fundar í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag í næstu viku. Halldór segist vona að ekki komi til fleiri verkfalla. „Verkföll valda alltaf tjóni, ekki bara fyrirtækjunum heldur líka starfsmönnunum sem taka þátt í þeim. Að því leitinu til mynda þau allratap og ég vona að til fleiri verkfalla komi ekki.“Ertu bjartsýnn á næstu skref?„Ég er hóflega bjartsýnn en raunsær á sama tíma.“Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Við sátum lungann úr deginum frá klukkan hálf tvö til að verða sjö. Niðurstaðan var sú að Ríkissáttasemjari ákvað að slíta fundi. Fundurinn var árangurslaus,“ sagði Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í samtali við Vísi um stöðuna í kjaraviðræðum SA og Blaðamannafélags Íslands. Boðað hefur verið til verkfalls blaðamanna í Blaðamannafélaginu á morgun. Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi lagt fram tilboð á fundinum í dag og að Blaðamannafélagið hafi lagt fram gagntilboð í kjölfarið. SA féllst ekki á það tilboð. „Það var óaðgengilegt og getur ekki orðið grunnur að kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Þar við sat í kvöld og verkföll munu skella á morgun milli klukkan tíu og sex.“Tilgangslaust að sitja lengur Fram kom í máli Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands, eftir fundinn í kvöld að samninganefnd Blaðamannafélagsins hafi viljað sitja fundinn lengur vegna yfirvofandi verkfalls á morgun en ekki hafi verið vilji til þess að hálfu SA. Halldór telur að það hefði ekki orðið vænlegt til árangurs.Sjá einnig: „Það er afskaplega langt í land“„Það er einfaldlega allt of langt á milli aðila til þess að það skili einhverjum árangri, og þar við situr. Það hefði ekki skilað neinum árangri að sitja lengur, það hefði verið algjörlega tilgangslaust.“ Halldór segir að Samtök atvinnulífsins hafi boðið öllum viðsemjendum sínum samningstilboð sem byggist á lífskjarasamningnum og með þeim hætti samið við 97% af viðsemjendum sínum. „Það höfum við nú þegar gert fyrir Blaðamannafélagið, en við höfum ekki komist lengra með þetta að sinni.“ Forysta Blaðamannafélagsins hefur þó fullyrt að félagið sé ekki að fara út fyrir umræddan lífskjarasamning í sinni kröfugerð. Þessu er Halldór hróplega ósammála. „Ef svo væri þá væru Samtök atvinnulífsins búin að undirrita kjarasamning við Blaðamannafélagið. Það sjá allir að sú fullyrðing stenst ekki skoðun.“Svo ykkur greinir á um það að tilboðið rúmist innan samningsins?„Það rúmast ekki innan samningsins. Um það þarf ekkert að deila.“Hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins Blaðamannafélagið hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í síðustu viku og verður málið þingfest í Félagsdómi á þriðjudag. Halldór segist vera ósammála þessari túlkun Blaðamannafélagsins en að hann virði á sama tíma rétt þeirra til að skjóta málinu til félagsdóms. „Við sjáum bara hvernig félagsdómur úrskurðar í þessu máli. Reglurnar eru alveg skýrar, við höfum brýnt þær fyrir okkar umbjóðendum og svo lengi sem farið er eftir þeim þá óttast ég ekki niðurstöðu félagsdóms.“Sjá einnig: Blaðamenn leggja aftur niður störfBoðað hefur verið til næsta fundar í kjaradeilunni hjá Ríkissáttasemjara á þriðjudag í næstu viku. Halldór segist vona að ekki komi til fleiri verkfalla. „Verkföll valda alltaf tjóni, ekki bara fyrirtækjunum heldur líka starfsmönnunum sem taka þátt í þeim. Að því leitinu til mynda þau allratap og ég vona að til fleiri verkfalla komi ekki.“Ertu bjartsýnn á næstu skref?„Ég er hóflega bjartsýnn en raunsær á sama tíma.“Flestir blaðamenn Vísis eru í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00 Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31 Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00 „Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Blaðamenn leggja aftur niður störf Samninganefndir Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum á fundi nefndanna hjá Ríkissáttasemjara í dag. 14. nóvember 2019 19:00
Þrjátíu tilfelli um meint verkfallsbrot hjá Morgunblaðinu og eitt hjá RÚV Blaðamannafélag Íslands hefur kært RÚV og Morgunblaðið fyrir meint verkfallsbrot en formaður félagsins óttast að Félagsdómur verði ekki búinn að komast að niðurstöðu fyrir næstu verkföll sem eru á föstudag. 11. nóvember 2019 13:31
Meint verkfallsbrot Árvakurs tekin fyrir í Félagsdómi á þriðjudag Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Samtökum atvinnulífsins vegna meintra verkfallsbrota Árvakurs í vinnustöðvun vefblaðamanna sem fór fram síðastliðinn föstudag frá klukkan 10 til 14. 14. nóvember 2019 18:00
„Það er afskaplega langt í land“ Fundur milli samningsaðila var haldinn hjá Ríkissáttasemjara í dag klukkan 13:30 og lauk honum skömmu fyrir sjö, án samnings. 14. nóvember 2019 20:41