Að ferðalokum námsmanna erlendis Jóhann Gunnar Þórarinsson skrifar 17. nóvember 2019 09:30 Ár hvert yfirgefa fjölmargir íslenskir námsmenn öryggisnet sitt heima fyrir og leggja land undir fót og hefja nám erlendis. Til að allir námsmenn hafi sama tækifæri til náms erlendis án tillits til efnahags gefur augaleið að nauðsynlegt er að veita lán eða styrk vegna ferðakostnaðar. Það er enn mikilvægara þegar haft er í huga að LÍN hefur í gegnum árin almennt lánað vegna framfærslu fyrir 9 mánuði en námsmenn hafa sjálfir þurft að brúa bilið yfir sumartímann. Það er enn fremur mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er illmögulegt fyrir námsmenn erlendis að finna sér vinnu í sínu námslandi og fá þeir jafnvel ekki atvinnuleyfi. Í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2013-2014 var reglan almennt sú að lánað væri fyrir ferðakostnaði að ákveðinni fjárhæð á hverju ári. Fyrir námsárið 2014-2015 var gerð sú breyting að nú væri einungis veitt lán vegna ferðakostnaðar á hverju námsstigi. Þetta leiddi til þess að þeir sem lögðu stund á 6 ára nám erlendis, t.d. í læknisfræði, fengu einungis lánað einu sinni nánar tilgreinda fjárhæð. Þann 1. nóvember sl. lagði Mennta- og menningarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð námsmanna (Menntasjóður) sem felur í sér nýtt námsaðstoðarkerfi fyrir íslenska námsmenn. Stjórn SÍNE vinnur nú að formlegri umsögn vegna frumvarpsins en SÍNE hefur áður gert þó nokkrar athugasemdir við drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) sem birt voru fyrr í sumar á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpi um Menntasjóðinn liggur fyrir að einungis verður um heimild til láns vegna ferðakostnaðar fyrir stjórn sjóðsins að ræða. Þá verður ekki séð í frumvarpinu eða í athugasemdum með því að að gert sé ráð fyrir að lán verði veitt vegna ferðakostnaðar á hverju ári eða að almennt verði lánað fyrir meira en 9 mánuðum. Það skýtur vægast sagt skökku við að meðan 1. gr. frumvarps um Menntasjóð námsmanna kveður á um að markmiðið sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, að ekki sé gert að skyldu að veitt sé lán eða styrkur vegna ferðakostnaðar fyrir hvert námsár. Það er því von SÍNE að þegar kemur að ferðalokum námsmanna erlendis að þeirra spor verði ekki þyngri en annarra bara fyrir það eitt að þeir ákváðu að stunda nám sitt erlendis. Greinarhöfundur er formaður stjórnar SÍNE og er greinin hluti af herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Ár hvert yfirgefa fjölmargir íslenskir námsmenn öryggisnet sitt heima fyrir og leggja land undir fót og hefja nám erlendis. Til að allir námsmenn hafi sama tækifæri til náms erlendis án tillits til efnahags gefur augaleið að nauðsynlegt er að veita lán eða styrk vegna ferðakostnaðar. Það er enn mikilvægara þegar haft er í huga að LÍN hefur í gegnum árin almennt lánað vegna framfærslu fyrir 9 mánuði en námsmenn hafa sjálfir þurft að brúa bilið yfir sumartímann. Það er enn fremur mikilvægt að hafa í huga að í mörgum tilvikum er illmögulegt fyrir námsmenn erlendis að finna sér vinnu í sínu námslandi og fá þeir jafnvel ekki atvinnuleyfi. Í úthlutunarreglum LÍN fyrir námsárið 2013-2014 var reglan almennt sú að lánað væri fyrir ferðakostnaði að ákveðinni fjárhæð á hverju ári. Fyrir námsárið 2014-2015 var gerð sú breyting að nú væri einungis veitt lán vegna ferðakostnaðar á hverju námsstigi. Þetta leiddi til þess að þeir sem lögðu stund á 6 ára nám erlendis, t.d. í læknisfræði, fengu einungis lánað einu sinni nánar tilgreinda fjárhæð. Þann 1. nóvember sl. lagði Mennta- og menningarmálaráðherra fram frumvarp á Alþingi um Menntasjóð námsmanna (Menntasjóður) sem felur í sér nýtt námsaðstoðarkerfi fyrir íslenska námsmenn. Stjórn SÍNE vinnur nú að formlegri umsögn vegna frumvarpsins en SÍNE hefur áður gert þó nokkrar athugasemdir við drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna (SÍN) sem birt voru fyrr í sumar á Samráðsgátt stjórnvalda. Í frumvarpi um Menntasjóðinn liggur fyrir að einungis verður um heimild til láns vegna ferðakostnaðar fyrir stjórn sjóðsins að ræða. Þá verður ekki séð í frumvarpinu eða í athugasemdum með því að að gert sé ráð fyrir að lán verði veitt vegna ferðakostnaðar á hverju ári eða að almennt verði lánað fyrir meira en 9 mánuðum. Það skýtur vægast sagt skökku við að meðan 1. gr. frumvarps um Menntasjóð námsmanna kveður á um að markmiðið sé að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms, án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, að ekki sé gert að skyldu að veitt sé lán eða styrkur vegna ferðakostnaðar fyrir hvert námsár. Það er því von SÍNE að þegar kemur að ferðalokum námsmanna erlendis að þeirra spor verði ekki þyngri en annarra bara fyrir það eitt að þeir ákváðu að stunda nám sitt erlendis. Greinarhöfundur er formaður stjórnar SÍNE og er greinin hluti af herferð Landssamtaka íslenskra stúdenta - LÍS um fjárfestingu í menntun vegna frumvarps um Menntasjóð námsmanna.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun