Gleðiefni að samtalið um bækur lifi góðu lífi Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. nóvember 2019 09:30 Konur lesa mun meira en karlar samkvæmt könnuninni. Fréttablaðið/Stefán „Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera könnunina ásamt nokkrum samstarfsaðilum á bókmenntasviðinu,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Lestrarkönnun var lögð fyrir 2.978 Íslendinga í október og var svarhlutfall 51 prósent. Þar var kannað viðhorf Íslendinga til bóklestrar og ýmissa tengdra þátta. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist og að hljóðbókin er að sækja fram,“ segir Hrefna. Um 80 prósent Íslendinga höfðu lesið hefðbundnar bækur á síðustu tólf mánuðum, 31 prósent hafði lesið rafbækur og 41 prósent hlustað á hljóðbækur sem er sex prósentustigum meira en í könnun frá árinu 2018. Íslendingar lesa eða hlusta að meðaltali á 2,3 bækur á mánuði samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. „Þetta eru jákvæðar niðurstöður og mikil hækkun síðan úr könnun fyrir tveimur árum en þá var meðaltalið tvær bækur á mánuði,“ segir Hrefna. „Afkastamestu lesendurnir í ár eru konur og barnafjölskyldur. Því fleiri sem börnin eru á heimilinu, því meira er lesið,“ segir Hrefna en að jafnaði lesa konur 3,1 bók á mánuði en karlar 1,5 bækur. Um 76 prósent þeirra kvenna sem svöruðu könnuninni höfðu lesið eða hlustað á bók síðastliðna 30 daga á móti 54 prósentum karla. „Það er reyndar ekki nýtt að konur lesi meira en karlar en það var líka þannig í síðustu könnunum,“ segir Hrefna. „Í könnuninni er líka spurt út í tungumálalestur og þar blikka ákveðin viðvörunarljós því að hópurinn á bilinu 18-35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðrum tungumálum en íslensku,“ segir Hrefna. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um þrátt fyrir að margt geti skýrt þetta,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á þessu aldursbili sé stærstur hluti námsmanna og að mikið af námsbókum sé á öðrum tungumálum en íslensku. „Þó að þetta sé ákveðið hættumerki er auðvitað gott að við sem lítil þjóð getum lesið á mörgum tungumálum,“ bætir Hrefna við. „Við þurfum þó að halda áfram að hvetja til lestrar á íslensku og vinna markvisst að þýðingunum, þannig getum við aukið úrval og framboð af lesefni á íslenskri tungu,“ segir hún. Hvað varðar val á lesefni sýna niðurstöður könnunarinnar fram á að helmingur svarenda fái hugmyndir að lesefni frá vinum og vandamönnum. „Það er mikið gleðiefni að bókmenntir séu umræðuefni hjá fólki og að samtal um bækur lifi góðu lífi,“ segir Hrefna. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
„Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera könnunina ásamt nokkrum samstarfsaðilum á bókmenntasviðinu,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Lestrarkönnun var lögð fyrir 2.978 Íslendinga í október og var svarhlutfall 51 prósent. Þar var kannað viðhorf Íslendinga til bóklestrar og ýmissa tengdra þátta. „Niðurstöðurnar sýna að lestur hefur heldur aukist og að hljóðbókin er að sækja fram,“ segir Hrefna. Um 80 prósent Íslendinga höfðu lesið hefðbundnar bækur á síðustu tólf mánuðum, 31 prósent hafði lesið rafbækur og 41 prósent hlustað á hljóðbækur sem er sex prósentustigum meira en í könnun frá árinu 2018. Íslendingar lesa eða hlusta að meðaltali á 2,3 bækur á mánuði samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. „Þetta eru jákvæðar niðurstöður og mikil hækkun síðan úr könnun fyrir tveimur árum en þá var meðaltalið tvær bækur á mánuði,“ segir Hrefna. „Afkastamestu lesendurnir í ár eru konur og barnafjölskyldur. Því fleiri sem börnin eru á heimilinu, því meira er lesið,“ segir Hrefna en að jafnaði lesa konur 3,1 bók á mánuði en karlar 1,5 bækur. Um 76 prósent þeirra kvenna sem svöruðu könnuninni höfðu lesið eða hlustað á bók síðastliðna 30 daga á móti 54 prósentum karla. „Það er reyndar ekki nýtt að konur lesi meira en karlar en það var líka þannig í síðustu könnunum,“ segir Hrefna. „Í könnuninni er líka spurt út í tungumálalestur og þar blikka ákveðin viðvörunarljós því að hópurinn á bilinu 18-35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðrum tungumálum en íslensku,“ segir Hrefna. „Þetta er eitthvað sem við þurfum að vera meðvituð um þrátt fyrir að margt geti skýrt þetta,“ segir hún og nefnir sem dæmi að á þessu aldursbili sé stærstur hluti námsmanna og að mikið af námsbókum sé á öðrum tungumálum en íslensku. „Þó að þetta sé ákveðið hættumerki er auðvitað gott að við sem lítil þjóð getum lesið á mörgum tungumálum,“ bætir Hrefna við. „Við þurfum þó að halda áfram að hvetja til lestrar á íslensku og vinna markvisst að þýðingunum, þannig getum við aukið úrval og framboð af lesefni á íslenskri tungu,“ segir hún. Hvað varðar val á lesefni sýna niðurstöður könnunarinnar fram á að helmingur svarenda fái hugmyndir að lesefni frá vinum og vandamönnum. „Það er mikið gleðiefni að bókmenntir séu umræðuefni hjá fólki og að samtal um bækur lifi góðu lífi,“ segir Hrefna.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira