Andrés Bretaprins hafnar ásökunum um nauðgun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. nóvember 2019 09:39 Andrés prins. Vísir/Getty Andrés Bretaprins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hafnar alfarið ásökunum bandarískrar konu á hendur honum. Hún segist hafa verið undir lögaldri þegar prinsinn á að hafa neytt hana til þess að stunda með honum kynlíf, og þannig nauðgað henni. Prinsinn var til viðtals hjá breska ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann svaraði meðal annars spurningum um meint tengsl sín við barnaníðinginn og viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, auk þess sem hann hafnaði ásökunum hinnar bandarísku Virginiu Giuffre. Giuffre, sem gekk undir nafninu Virginia Roberts þegar hin meintu brot prinsins á henni eiga að hafa átt sér stað, segist alls þrisvar hafa verið látin stunda samfarir við Andrés á árunum 2001 og 2002. Segist hún hafa verið 17 ára þegar brotin hófust. Hún segir brot prinsins gegn sér hafa átt sér stað í London, New-York og á einkaeyja Epstein í Bandarísku Jómfrúaeyjum. „Ég man ekki eftir að hafa hitt þessa konu. Bara alls ekki,“ sagði prinsinn í viðtalinu við BBC. Þá sagði Andrés meðal annars að framburður Giuffre um að prinsinn hefði „svitnað ákaflega mikið“ þegar þau dönsuðu á skemmtistað geti ekki staðist, hann sé nefnilega haldinn kvilla sem veldur því að hann geti einfaldlega ekki svitnað. Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtalið í Bretlandi en fjölmiðlar þar í landi telja viðtalið hafa verið misheppnað og illa úthugsað skref hjá prinsinum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Andrés Bretaprins, hertoginn af Jórvík og sonur Elísabetar Englandsdrottningar, hafnar alfarið ásökunum bandarískrar konu á hendur honum. Hún segist hafa verið undir lögaldri þegar prinsinn á að hafa neytt hana til þess að stunda með honum kynlíf, og þannig nauðgað henni. Prinsinn var til viðtals hjá breska ríkissjónvarpinu í gær, þar sem hann svaraði meðal annars spurningum um meint tengsl sín við barnaníðinginn og viðskiptajöfurinn Jeffrey Epstein, auk þess sem hann hafnaði ásökunum hinnar bandarísku Virginiu Giuffre. Giuffre, sem gekk undir nafninu Virginia Roberts þegar hin meintu brot prinsins á henni eiga að hafa átt sér stað, segist alls þrisvar hafa verið látin stunda samfarir við Andrés á árunum 2001 og 2002. Segist hún hafa verið 17 ára þegar brotin hófust. Hún segir brot prinsins gegn sér hafa átt sér stað í London, New-York og á einkaeyja Epstein í Bandarísku Jómfrúaeyjum. „Ég man ekki eftir að hafa hitt þessa konu. Bara alls ekki,“ sagði prinsinn í viðtalinu við BBC. Þá sagði Andrés meðal annars að framburður Giuffre um að prinsinn hefði „svitnað ákaflega mikið“ þegar þau dönsuðu á skemmtistað geti ekki staðist, hann sé nefnilega haldinn kvilla sem veldur því að hann geti einfaldlega ekki svitnað. Mikið hefur verið rætt og ritað um viðtalið í Bretlandi en fjölmiðlar þar í landi telja viðtalið hafa verið misheppnað og illa úthugsað skref hjá prinsinum. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Bretland Mál Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisofbeldi Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sjá meira
Konungsfjölskyldan segir ásakanir á hendur Andrési prins vera andstyggilegar Andrés prins segist vera hneykslaður á ásökunum um að hann hafi framið kynferðisbrot eftir að breski fjölmiðillinn Mail on Sunday birti myndir af honum og auðkýfinginum Jeffrey Epstein sem teknar voru á heimili Epstein árið 2010. 19. ágúst 2019 07:20