Samgöngusáttmálinn og samstaðan í þágu íbúa Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 18. nóvember 2019 07:30 Ánægjulegt var að finna þann meðbyr sem hugmyndir Viðreisnar nutu á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór nýverið. Hugmyndir um gagnsæi og lýðræði, þar sem samtal bæjarfulltrúa þvert á flokka er styrkt á vettvangi samtakanna með það að markmiði að styðja við og ná fram frekari framþróun á þessu mikilvæga svæði, þar sem þorri landsmanna velur sér búsetu. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru miklir og mikilvægir fyrir vaxandi íbúabyggð, sem vill og þarf að vera samkeppnishæf jafnt innanlands sem utan. Samgöngumál er eitt stærsta málið sem sameinar okkur, á því leikur enginn vafi. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu veljum okkur búsetu út frá ólíkum forsendum. Þjónusta við börn skiptir barnafjölskyldur óneitanlega mjög miklu máli, skólaval, íþrótta- og tómstundastarf sem styður við þroska barna er þar í forgrunni á meðan fjarlægðin að heiman til vinnu skiptir aðra meira máli, enda tíminn dýrmætur fyrir okkur öll. Þá skipta almenningssamgöngur gríðarlega miklu máli. Sumir nýta þær nú þegar. Aðrir velja einkabílinn sem sinn samgöngumáta, en eru fúsir til að velja almenningssamgöngur, ef þær mæta þörfum þeirra. Því er það mikið fagnaðarefni þegar ólík sjónarmið og áherslur hvað varðar samgöngur ná saman í heildstæðri leið sem mun auka lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu til muna. Þá er vert að nefna sérstaklega hversu mikilvægt það er að okkur hafi tekist að sýna framsýni í ákvörðunum, með hag kynslóðanna sem á eftir koma í forgrunni. Breyttar samgönguvenjur ungs fólks eru staðreynd og þá þróun má ekki vanmeta. Fleiri en nokkru sinni velja hjólreiðar sem samgöngumáta. Hjólastígar hafa þegar fengið meira rými og haldið verður áfram að styðja við þann valkost til samgangna. Ungu fólki verður sem betur fer sífellt meira umhugað um umhverfismál. Það sér í hendi sér að það sjálft verði að bregðast við og spyrna við fótum. Loftslagsbreytingar eru þegar staðreynd, en ekki vandi komandi kynslóða. Því skiptir öllu máli að viðhorf ungs fólks séu endurspegluð í ákvarðanatöku í jafn stóru máli og framtíðarskipan almenningssamgangna er.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ánægjulegt var að finna þann meðbyr sem hugmyndir Viðreisnar nutu á aðalfundi samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, sem fram fór nýverið. Hugmyndir um gagnsæi og lýðræði, þar sem samtal bæjarfulltrúa þvert á flokka er styrkt á vettvangi samtakanna með það að markmiði að styðja við og ná fram frekari framþróun á þessu mikilvæga svæði, þar sem þorri landsmanna velur sér búsetu. Sameiginlegir hagsmunir sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu eru miklir og mikilvægir fyrir vaxandi íbúabyggð, sem vill og þarf að vera samkeppnishæf jafnt innanlands sem utan. Samgöngumál er eitt stærsta málið sem sameinar okkur, á því leikur enginn vafi. Við sem búum á höfuðborgarsvæðinu veljum okkur búsetu út frá ólíkum forsendum. Þjónusta við börn skiptir barnafjölskyldur óneitanlega mjög miklu máli, skólaval, íþrótta- og tómstundastarf sem styður við þroska barna er þar í forgrunni á meðan fjarlægðin að heiman til vinnu skiptir aðra meira máli, enda tíminn dýrmætur fyrir okkur öll. Þá skipta almenningssamgöngur gríðarlega miklu máli. Sumir nýta þær nú þegar. Aðrir velja einkabílinn sem sinn samgöngumáta, en eru fúsir til að velja almenningssamgöngur, ef þær mæta þörfum þeirra. Því er það mikið fagnaðarefni þegar ólík sjónarmið og áherslur hvað varðar samgöngur ná saman í heildstæðri leið sem mun auka lífsgæði allra íbúa á höfuðborgarsvæðinu til muna. Þá er vert að nefna sérstaklega hversu mikilvægt það er að okkur hafi tekist að sýna framsýni í ákvörðunum, með hag kynslóðanna sem á eftir koma í forgrunni. Breyttar samgönguvenjur ungs fólks eru staðreynd og þá þróun má ekki vanmeta. Fleiri en nokkru sinni velja hjólreiðar sem samgöngumáta. Hjólastígar hafa þegar fengið meira rými og haldið verður áfram að styðja við þann valkost til samgangna. Ungu fólki verður sem betur fer sífellt meira umhugað um umhverfismál. Það sér í hendi sér að það sjálft verði að bregðast við og spyrna við fótum. Loftslagsbreytingar eru þegar staðreynd, en ekki vandi komandi kynslóða. Því skiptir öllu máli að viðhorf ungs fólks séu endurspegluð í ákvarðanatöku í jafn stóru máli og framtíðarskipan almenningssamgangna er.Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans í Garðabæ.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar