Alþjóðlegasta samfélag á landinu er Vík í Mýrdal Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2019 21:34 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Stöð 2/Einar Árnason. Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu, samfélagið sé orðið opnara og menningarlíf hafi aukist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Hvergi á landinu fjölgar íbúum eins hratt og í Mýrdalshreppi. Fjölgunin nemur fimmtíu prósentum á síðustu sex árum.Séð yfir Vík í Mýrdal. Efst til vinstri sést í Mýrdalsjökul með eldstöðina Kötlu.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að okkur hafi fjölgað um ellefu prósent á síðasta ári. Ég held að það sé bara landsmet,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Af nærri sjöhundruð íbúum hreppsins eru um 280 með erlent ríkisfang.Horft til Reynisdranga. Víkurskóli fyrir miðri mynd.Stöð 2/Einar Árnason.Hótelhaldarinn Elías Guðmundsson er með 115 starfsmenn og nær eingöngu útlendinga. „Það er ekkert af því að maður vill ekki vera með Íslendinga. En maður auglýsir eftir starfsfólki. Það sækir enginn Íslendingur um,“ segir Elías.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rótgrónum Mýrdælingum finnst breytingin á litla sveitaþorpinu ekki slæm, eftir því sem við heyrðum í kaffispjalli við karlahóp sem kallar sig öldungaráðið. „Þetta er orðið mjög mikið alþjóðlegt samfélag. Það er gríðarlega mikið af erlendu fólki sem er sest hérna að og er mjög gott fólk,“ segir einn „öldunganna“, Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Frá kaffispjalli öldungaráðsins. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, og Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Stöð 2/Einar Árnason.Veitingastöðum og gististöðum hefur snarfjölgað en einnig afþreyingarmöguleikum. „Þetta er komið frá því að vera bara lítið samfélag, með bara innfæddum, yfir í stórt samfélag, með fólki frá öllum heimshornum. Og það er komin rosamikil menning hérna. Við erum með rosalega fjölbreytt menningarstarf,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, eigandi eins af mörgum nýjum veitingastöðum hreppsins.Daníel Óliver Sveinsson, veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Hér væri ekkert ef ferðamaðurinn hefði ekki komið. Ég efast um að það væri hér skóli eða verslun. Ég hugsa að þetta væri allt farið,“ segir Birgir í hópi öldunganna. „Það væri illa farið,“ heyrist okkur Finnur Bjarnason bifvélavirki bæta við. „Þetta væri eins og Borðeyri,“ segir Jóhannes Kristjánsson, fyrrverandi bóndi á Höfðabrekku.Frá veitingastaðnum The Soup Company.Stöð 2/Einar Árnason.„Mér finnst heimamenn vera orðnir miklu opnari en þeir voru áður. Og fólk talar meira saman. Bæði eru útlendingarnir að reyna að læra íslensku, margir. Það eru íslenskunámskeið í boði. Og svo erum við líka að verða betri í ensku,“ segir Daníel Óliver. -Er erfitt að fá Íslendinga til þess að flytja hingað? „Já, það verður bara að segjast eins og er. Eins og tækifærin eru mörg, þá hefur það ekki gengið nógu vel,“ svarar Þorbjörg sveitarstjóri. „Og ég bara skora á landsmenn að koma til Víkur,“ segir hún. Haldið verður áfram að fjalla um Mýrdalshrepp í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
Vík í Mýrdal er orðin alþjóðlegasta þorp landsins en fjörutíu prósent íbúanna eru núna erlendir ríkisborgarar. Rótgrónir Mýrdælingar segja þetta jákvæða breytingu, samfélagið sé orðið opnara og menningarlíf hafi aukist. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 og í þættinum „Um land allt“. Hvergi á landinu fjölgar íbúum eins hratt og í Mýrdalshreppi. Fjölgunin nemur fimmtíu prósentum á síðustu sex árum.Séð yfir Vík í Mýrdal. Efst til vinstri sést í Mýrdalsjökul með eldstöðina Kötlu.Stöð 2/Einar Árnason.„Ég held að okkur hafi fjölgað um ellefu prósent á síðasta ári. Ég held að það sé bara landsmet,“ segir Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Af nærri sjöhundruð íbúum hreppsins eru um 280 með erlent ríkisfang.Horft til Reynisdranga. Víkurskóli fyrir miðri mynd.Stöð 2/Einar Árnason.Hótelhaldarinn Elías Guðmundsson er með 115 starfsmenn og nær eingöngu útlendinga. „Það er ekkert af því að maður vill ekki vera með Íslendinga. En maður auglýsir eftir starfsfólki. Það sækir enginn Íslendingur um,“ segir Elías.Elías Guðmundsson, hótel- og veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Rótgrónum Mýrdælingum finnst breytingin á litla sveitaþorpinu ekki slæm, eftir því sem við heyrðum í kaffispjalli við karlahóp sem kallar sig öldungaráðið. „Þetta er orðið mjög mikið alþjóðlegt samfélag. Það er gríðarlega mikið af erlendu fólki sem er sest hérna að og er mjög gott fólk,“ segir einn „öldunganna“, Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Frá kaffispjalli öldungaráðsins. Reynir Ragnarsson, fyrrverandi lögreglumaður, og Birgir Hinriksson, fyrrverandi mjólkurbílstjóri.Stöð 2/Einar Árnason.Veitingastöðum og gististöðum hefur snarfjölgað en einnig afþreyingarmöguleikum. „Þetta er komið frá því að vera bara lítið samfélag, með bara innfæddum, yfir í stórt samfélag, með fólki frá öllum heimshornum. Og það er komin rosamikil menning hérna. Við erum með rosalega fjölbreytt menningarstarf,“ segir Daníel Óliver Sveinsson, eigandi eins af mörgum nýjum veitingastöðum hreppsins.Daníel Óliver Sveinsson, veitingahúsaeigandi í Vík.Stöð 2/Einar Árnason.„Hér væri ekkert ef ferðamaðurinn hefði ekki komið. Ég efast um að það væri hér skóli eða verslun. Ég hugsa að þetta væri allt farið,“ segir Birgir í hópi öldunganna. „Það væri illa farið,“ heyrist okkur Finnur Bjarnason bifvélavirki bæta við. „Þetta væri eins og Borðeyri,“ segir Jóhannes Kristjánsson, fyrrverandi bóndi á Höfðabrekku.Frá veitingastaðnum The Soup Company.Stöð 2/Einar Árnason.„Mér finnst heimamenn vera orðnir miklu opnari en þeir voru áður. Og fólk talar meira saman. Bæði eru útlendingarnir að reyna að læra íslensku, margir. Það eru íslenskunámskeið í boði. Og svo erum við líka að verða betri í ensku,“ segir Daníel Óliver. -Er erfitt að fá Íslendinga til þess að flytja hingað? „Já, það verður bara að segjast eins og er. Eins og tækifærin eru mörg, þá hefur það ekki gengið nógu vel,“ svarar Þorbjörg sveitarstjóri. „Og ég bara skora á landsmenn að koma til Víkur,“ segir hún. Haldið verður áfram að fjalla um Mýrdalshrepp í næsta þætti „Um land allt“ á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Innflytjendamál Mýrdalshreppur Um land allt Tengdar fréttir „Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50 Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30 Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34 Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48 Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Fleiri fréttir Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals Sjá meira
„Ég leyfi mér að segja að Vík sé fallegasta þorp á Íslandi“ Litla sveitaþorpið hefur á fáum árum breyst í alþjóðlegan ferðamannabæ. Hótel og veitingastaðir hafa sprottið upp sem og fjölbreytt afþreyingarstarfsemi. 17. nóvember 2019 07:50
Bruna í línu yfir djúpu gili og læra um landslagið og Kötlu Ferðamönnum býðst núna að skoða fagurt gil ofan Víkur í Mýrdal með því bruna yfir það hangandi í stálvír. 22. júní 2019 18:30
Undrast að sjá sovéska hertrukka og Antonov flugvél í Vík í Mýrdal Sovéskir hertrukkar og Antonov-flugvél vekja furðu meðal ferðamanna sem leið eiga um Vík í Mýrdal. Þessi gömlu kaldastríðstól hafa þó ekkert með ferðamennsku að gera. 5. júlí 2019 21:34
Tjaldhótel býður gestum uppábúin rúm í tjöldum Uppábúið rúm, náttborð og lampi er kannski ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar við hugsum um tjaldútilegu. Þetta er sá búnaður sem gestum býðst á tjaldhóteli í Mýrdal. 4. júlí 2019 21:48
Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. 18. júní 2019 22:51