Frábærar viðtökur í Konzerthaus Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 23:00 Víkingur Heiðar og Daníel Bjarnason þakka fyrir sig í Þýskalandi. Setið var í hverju sæti á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín á sunnudag. Tónleikagestir fögnuðu ákaft og lék Víkingur Heiðar tvö aukalög og hljómsveitin eitt. Tónleikarnir voru hápunktur á Íslandshátíð sem haldin var þar og jafnframt lokatónleikar hljómsveitarinnar á tónleikaferð hennar um Þýskaland og Austurríki þar sem haldnir voru fimm tónleikar í þremur borgum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Tónleikaferðin er sú fyrsta þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er með íslenskan hljómsveitarstjóra og íslenskan einleikara í fararbroddi ásamt því að tvö íslensk tónverk eru í lykilhlutverki. Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður í Konzerthaus, lék einleik í píanókonsert eftir Daníel Bjarnason, Processions. Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu og hlaut á dögunum hin virtu og eftirsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður ársins. Sinfóníuhljómsveitin lék einnig Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem er á góðri leið með að verða eitt mest flutta íslenska hljómsveitarverk síðari áratuga og hefur meðal annars hljómað í Elbphilharmonie í Hamborg og Royal Festival Hall í Lundúnum. Píanókonsert Daníels Bjarnasonar, Processions, var frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2009 og í kjölfarið hefur konsertinn hljómað víða um heim og hlotið frábæra dóma Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar hófst með tónleikum í München áður en leikið var á þrennum tónleikum í Großes Festspielhaus í Salzburg. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tónlistargagnrýni Víkingur Heiðar Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Setið var í hverju sæti á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands með Víkingi Heiðari Ólafssyni í hinu virta tónleikahúsi Konzerthaus í Berlín á sunnudag. Tónleikagestir fögnuðu ákaft og lék Víkingur Heiðar tvö aukalög og hljómsveitin eitt. Tónleikarnir voru hápunktur á Íslandshátíð sem haldin var þar og jafnframt lokatónleikar hljómsveitarinnar á tónleikaferð hennar um Þýskaland og Austurríki þar sem haldnir voru fimm tónleikar í þremur borgum undir stjórn Daníels Bjarnasonar. Tónleikaferðin er sú fyrsta þar sem Sinfóníuhljómsveit Íslands er með íslenskan hljómsveitarstjóra og íslenskan einleikara í fararbroddi ásamt því að tvö íslensk tónverk eru í lykilhlutverki. Víkingur Heiðar Ólafsson, staðarlistamaður í Konzerthaus, lék einleik í píanókonsert eftir Daníel Bjarnason, Processions. Víkingur er kominn í hóp fremstu einleikara á heimsvísu og hlaut á dögunum hin virtu og eftirsóttu Gramophone-verðlaun sem listamaður ársins. Sinfóníuhljómsveitin lék einnig Aeriality eftir Önnu Þorvaldsdóttur sem er á góðri leið með að verða eitt mest flutta íslenska hljómsveitarverk síðari áratuga og hefur meðal annars hljómað í Elbphilharmonie í Hamborg og Royal Festival Hall í Lundúnum. Píanókonsert Daníels Bjarnasonar, Processions, var frumfluttur á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2009 og í kjölfarið hefur konsertinn hljómað víða um heim og hlotið frábæra dóma Tónleikaferð Sinfóníuhljómsveitarinnar hófst með tónleikum í München áður en leikið var á þrennum tónleikum í Großes Festspielhaus í Salzburg.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Tónlistargagnrýni Víkingur Heiðar Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira