Þjóðin á með réttu auðlindir sjávar! Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar 19. nóvember 2019 12:30 Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Sjá meira
Það sem kallað er í daglegu tali stjórn fiskveiða eru tillögur Hafrannsóknarstofnunar um það magn sem veiða má hvert ár úr hverri tegund fyrir sig. Það fyrirkomulag er til fyrirmyndar og þekkt um allan heim eins og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir réttilega. Samfélagið á veiðiheimildirnar með réttu, en þær voru af einhverjum undarlegum ástæðum, gefnar til útgerða 1984 á grundvelli tiltekinnar veiðireynslu 3 árin á undan. Útgerðir fengu svo heimild til að framselja / versla með óveiddan fisk 1990. Arður af sjávarauðlindum okkar hefur síðan runnið til útgerðaraðila og eru allmörg þeirra orðið stóreignafólk. Þær stóreignir eru í raun sá arður sem á með réttu að renna til samfélagsins til grunnþjónustu við okkur öll. Núverandi fyrirkomulag er meingallað og fársjúkt. Það eru ekki allir sem höndla slíka auðsöfnun, sem getur leitt til þvílíkrar græðgi að öll mörk og siðferði fjúka út í veður og vind. Samherjamálið er risastórt og sláandi dæmi um það, hvert taumlaus auðhyggja getur leitt. Við erum þessa dagana að lesa um svik og pretti, mútur og lygar sem beytt hefur verið gagnvart fátækri þjóð í Namibíu. Skattaundanskot og peningaþvætti af þeirri stærðargráðu að starfsmenn DNB bankans í Noregi hefur ekki mætt öðru eins um áratugaskeið. Reikningar Samherja eru hinum ýmsu löndum, undir ýmsum nöfnum til að fela og flækja streymi peninganna. Grein nr. 34 Náttúruaulindir í Nýju stjórnarskránni hljóðar svo:Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja. Til auðlinda í þjóðareign teljast náttúrugæði, svo sem nytjastofnar, aðrar auðlindir hafs og hafsbotns innan íslenskrar lögsögu og uppsprettur vatns- og virkjunarréttinda, jarðhita- og námaréttinda. Með lögum má kveða á um þjóðareign á auðlindum undir tiltekinni dýpt frá yfirborði jarðar. Við nýtingu auðlindanna skal hafa sjálfbæra þróun og almannahag að leiðarljósi. Stjórnvöld bera, ásamt þeim sem nýta auðlindirnar, ábyrgð á vernd þeirra. Stjórnvöld geta á grundvelli laga veitt leyfi til afnota eða hagnýtingar auðlinda eða annarra takmarkaðra almannagæða, gegn fullu gjaldi og til tiltekins hóflegs tíma í senn. Slík leyfi skal veita á jafnræðisgrundvelli og þau leiða aldrei til eignarréttar eða óafturkallanlegs forræðis yfir auðlindunum. Afar brýnt er að lögfesta grein nr 34 Náttúruauðlindir í Nýju stjórnarskránni sem allra allra fyrst. Með þeirri lögfestingu verður fyrirkomulag fiskveiða við Ísland og vinnsla afla í landi, leyst úr þeirri einokun sem er í dag. Með aðskilnaði veiða og vinnslu yrðu þau vandamál úr sögunni, að geðþótti útgerðaraðlia réði því hvort fiskur væri unnin á þessum stað eða hinum. Laun til sjómanna mundu hækka þar sem fiskverð á markaði er undantekningarlítið hærra en til vinnslu í eigu útgerðaraðila. Með leigutekjum af auðlindum sjávar aukast þeir fjármunir verulega, sem varið verður til uppbyggingar á innviðum samfélagsins. Auðvitað munu útgerðaraðilar gera allt sem í þeirra valdi stendur, til að verja þær veiðiheimildir sem þeim hafa verið gefnar. Píratar og Samfylking lögðu nýlega fram á Alþingi, frumvarp þess efnis að lögfesta Nýju Stjórnarskrána. Skora hér með á þingmenn að samþykkja það frumvarp sem fyrst og í síðasta lagi á vorþingi. Það er löngu kominn tími til að leysa gömlu dönsku stjórnarskána af hólmi, sem er að stofni til frá þeim tíma þegar einveldi konungs var enn í gildi í Danaveldi og var fullgilt hér til bráðabirgða sem Stjórnarskrá Íslands við lýðveldisstofnun 1944 eða fyrir 75 árum.Höfundur er #ammapírati.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun