Ég er skíðamaður, áhrifavaldur og fyrirmynd Sturla Snær Snorrason skrifar 19. nóvember 2019 11:15 Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er afreksíþróttamaður á skíðum. Mestmegnið af árinu bý ég víða um Evrópu að skíða um fjöllin blá. Á ferli mínum hef ég farið á óteljandi mót og meðal annars hlotið þann heiður að fara á Ólympíuleikana og heimsmeistaramót. Ég fer að meðaltali á 5-7 æfingar í viku, aðallega á skíðum og svo þol- og styrktaræfingar með því. Ég held mig við strangt matarræði og passa upp á svefninn þar sem ég vakna yfirleitt um 6:00 leytið. Ég er í þjálfaranámi hjá ÍSÍ og læri þar af leiðandi um helgar. Ég tala við fjölskylduna mína daglega í gegnum facetime og fæ að vera með í afmælum, matarboðum og viðburðum í gegnum samskiptaforrit. Svona eru mánuðirnir mínir frá september til maí. Yfir sumarmánuðina vinn ég við vegmerkingar og bý í foreldrahúsum til þess að geta safnað. Ég er ekki að safna fyrir íbúð, né bíl. Yfir sumarmánuðina er ég að safna fyrir því að fá að vera afreksmaður. Ég er að safna fyrir því að geta staðið mig sem landsliðsmaður Íslands á skíðum. Ég safna fyrir því að geta farið á öll sterkustu mótin, sem eru víða. Ég safna fyrir skíðunum sem ég skíða á, íbúðinni sem ég leigi, bensíninu sem það kostar mig að keyra á milli móta og æfingabúða, matnum mínum og mörgu öðru sem fylgir því að vera íþróttamaður. View this post on InstagramSólin lét sjá sig loksins í lokin á fyrsta kampinum, varð maður þá of metnaðarfullur og mun því koma rauður heim . @world_racing_academy #weareWRA @skidasamband #AONHalli : @alec.scottt The sun came finally in the last days on the first camp, got too ambitious and will then return home red A post shared by Sturla Snær Snorrason (@sturlasnaer94) on Jun 26, 2019 at 10:09am PDT Ég veit ekki hvort þú vitir hver ég er, en það eru fullt af börnum á íslandi sem vita hver ég er. Börn sem æfa skíði og stefna auðvitað alltaf á að ná alla leið. Af því að afreksfólk, í öllum íþróttagreinum á íslandi, eru fyrirmyndir þessara barna. Börn sem vita að til þess að ná langt þarf að leggja inn vinnuna og agann og þau eru algjörlega tilbúin að gera það. En það er erfitt að mæla með að þessi börn fari í atvinnumennsku miðað við stöðuna í dag, og þess vegna þarf að laga, breyta og bæta stöðu afreksfólks á íslandi af því við viljum hvetja þessa krakka áfram án þess að naga okkur í handarbakið. Vinnan mín er alls ekkert einsdæmi. Ísland á afreksfólk í nánast öllum íþróttum, við erum sterk, dugleg og með yfirnáttúrulegan drifkraft. Það sem við gerum er ekkert annað en stöðug vinna. Vinna sem nær yfir allar helgar og frídaga, vinna með enga stimpilklukku. Vinna sem krefst mikilla fórna. Krónískt líkamlegt starf sem reynir samt sem áður mest á heilann. Þetta starf er ekki launað sem gerir starfið mun erfiðara en það er og sérstaklega þar sem íslenskir íþróttamenn þurfa meira og minna að vera búsettir erlendis til að halda sér samkeppnishæfum. Við fáum styrki frá aðildasamböndum okkar, styrki sem eru lífsnauðsynlegir og ná yfir æfingagjöld og flug. Án þeirra væri engin von. Fyrir utan þá styrki er úr fáum sponsum að taka og fyrir þær sakir er því miður alltof mikið af afreksfólki að yfirgefa afrekslestina. Vert er að benda á að margir af liðsfélögum mínum hafa möguleikann á því að skíða fyrir lögreglu, herinn eða þess háttar í sínu landi og fá um 2000 evrur á mánuði sem eru um 276.000 kr ísl. Það munar um minna þegar maður starfar í þágu landsins síns. Kannski ætti að skoða að taka upp svipað kerfi hér á landi. Því að því miður felst okkar vinna ekki í því að taka myndir og pósta á samfélagsmiðla, þó svo að við reynum. Ekki misskilja mig, ég virði samfélagsmiðla stjörnur og þeirra vinnu og vona að þessir aðilar taki starf sitt sem fyrirmyndir alvarlega. Við erum með listamannalaun, atvinnuleysisbætur og í raun kerfi sem sér til þess að hinn almenni íslendingur sé aldrei launalaus. En einhverra hluta vegna er hola í þessu kerfi og íþróttafólk margt hvert í þeirri holu, launalaust. Ég vil halda áfram að vinna að mínum markmiðum sem eru samt ekki bara mín eigin markmið heldur líka hjá allri skíðaíþróttinni á Íslandi. Þetta er raunveruleiki sem margir íslenskir atvinnu íþróttamenn og konur búa við. Ég vil reyna að ryðja leiðina fyrir komandi afreksfólk. Ég vil sjá að afreksfólk geti stundað sína vinnu en líka búið við ákveðið fjárhagslegt öryggi. Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er í hópi fjölda afreksmanna og kvenna á Íslandi. Ég er skíðamaður, áhrifavaldur og fyrirmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Skíðaíþróttir Tengdar fréttir Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30 Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila. 6. nóvember 2019 11:00 Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er afreksíþróttamaður á skíðum. Mestmegnið af árinu bý ég víða um Evrópu að skíða um fjöllin blá. Á ferli mínum hef ég farið á óteljandi mót og meðal annars hlotið þann heiður að fara á Ólympíuleikana og heimsmeistaramót. Ég fer að meðaltali á 5-7 æfingar í viku, aðallega á skíðum og svo þol- og styrktaræfingar með því. Ég held mig við strangt matarræði og passa upp á svefninn þar sem ég vakna yfirleitt um 6:00 leytið. Ég er í þjálfaranámi hjá ÍSÍ og læri þar af leiðandi um helgar. Ég tala við fjölskylduna mína daglega í gegnum facetime og fæ að vera með í afmælum, matarboðum og viðburðum í gegnum samskiptaforrit. Svona eru mánuðirnir mínir frá september til maí. Yfir sumarmánuðina vinn ég við vegmerkingar og bý í foreldrahúsum til þess að geta safnað. Ég er ekki að safna fyrir íbúð, né bíl. Yfir sumarmánuðina er ég að safna fyrir því að fá að vera afreksmaður. Ég er að safna fyrir því að geta staðið mig sem landsliðsmaður Íslands á skíðum. Ég safna fyrir því að geta farið á öll sterkustu mótin, sem eru víða. Ég safna fyrir skíðunum sem ég skíða á, íbúðinni sem ég leigi, bensíninu sem það kostar mig að keyra á milli móta og æfingabúða, matnum mínum og mörgu öðru sem fylgir því að vera íþróttamaður. View this post on InstagramSólin lét sjá sig loksins í lokin á fyrsta kampinum, varð maður þá of metnaðarfullur og mun því koma rauður heim . @world_racing_academy #weareWRA @skidasamband #AONHalli : @alec.scottt The sun came finally in the last days on the first camp, got too ambitious and will then return home red A post shared by Sturla Snær Snorrason (@sturlasnaer94) on Jun 26, 2019 at 10:09am PDT Ég veit ekki hvort þú vitir hver ég er, en það eru fullt af börnum á íslandi sem vita hver ég er. Börn sem æfa skíði og stefna auðvitað alltaf á að ná alla leið. Af því að afreksfólk, í öllum íþróttagreinum á íslandi, eru fyrirmyndir þessara barna. Börn sem vita að til þess að ná langt þarf að leggja inn vinnuna og agann og þau eru algjörlega tilbúin að gera það. En það er erfitt að mæla með að þessi börn fari í atvinnumennsku miðað við stöðuna í dag, og þess vegna þarf að laga, breyta og bæta stöðu afreksfólks á íslandi af því við viljum hvetja þessa krakka áfram án þess að naga okkur í handarbakið. Vinnan mín er alls ekkert einsdæmi. Ísland á afreksfólk í nánast öllum íþróttum, við erum sterk, dugleg og með yfirnáttúrulegan drifkraft. Það sem við gerum er ekkert annað en stöðug vinna. Vinna sem nær yfir allar helgar og frídaga, vinna með enga stimpilklukku. Vinna sem krefst mikilla fórna. Krónískt líkamlegt starf sem reynir samt sem áður mest á heilann. Þetta starf er ekki launað sem gerir starfið mun erfiðara en það er og sérstaklega þar sem íslenskir íþróttamenn þurfa meira og minna að vera búsettir erlendis til að halda sér samkeppnishæfum. Við fáum styrki frá aðildasamböndum okkar, styrki sem eru lífsnauðsynlegir og ná yfir æfingagjöld og flug. Án þeirra væri engin von. Fyrir utan þá styrki er úr fáum sponsum að taka og fyrir þær sakir er því miður alltof mikið af afreksfólki að yfirgefa afrekslestina. Vert er að benda á að margir af liðsfélögum mínum hafa möguleikann á því að skíða fyrir lögreglu, herinn eða þess háttar í sínu landi og fá um 2000 evrur á mánuði sem eru um 276.000 kr ísl. Það munar um minna þegar maður starfar í þágu landsins síns. Kannski ætti að skoða að taka upp svipað kerfi hér á landi. Því að því miður felst okkar vinna ekki í því að taka myndir og pósta á samfélagsmiðla, þó svo að við reynum. Ekki misskilja mig, ég virði samfélagsmiðla stjörnur og þeirra vinnu og vona að þessir aðilar taki starf sitt sem fyrirmyndir alvarlega. Við erum með listamannalaun, atvinnuleysisbætur og í raun kerfi sem sér til þess að hinn almenni íslendingur sé aldrei launalaus. En einhverra hluta vegna er hola í þessu kerfi og íþróttafólk margt hvert í þeirri holu, launalaust. Ég vil halda áfram að vinna að mínum markmiðum sem eru samt ekki bara mín eigin markmið heldur líka hjá allri skíðaíþróttinni á Íslandi. Þetta er raunveruleiki sem margir íslenskir atvinnu íþróttamenn og konur búa við. Ég vil reyna að ryðja leiðina fyrir komandi afreksfólk. Ég vil sjá að afreksfólk geti stundað sína vinnu en líka búið við ákveðið fjárhagslegt öryggi. Ég heiti Sturla Snær Snorrason og ég er í hópi fjölda afreksmanna og kvenna á Íslandi. Ég er skíðamaður, áhrifavaldur og fyrirmynd.
Spyr af hverju áhrifavaldar fái fleiri vörustyrki en afreksíþróttafólk Sólveig Bergsdóttir landsliðskona í fimleikum segir erfitt fyrir íþróttafólk að fá styrki frá fyrirtækjum í dag. 5. nóvember 2019 08:30
Mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila Birgitta Líf Björnsdóttir markaðsstjóri World Class segir mikilvægt að fyrirtæki velji fjölbreyttan hóp samstarfsaðila. 6. nóvember 2019 11:00
Náði ekki sama árangri með samstarfi við afreksíþróttafólk Svavar Jóhannsson framkvæmdastjóri Fitness Sport styrkir ekki lengur afreksíþróttafólk og velur frekar lífsstílssnappara. 5. nóvember 2019 13:00
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar