Þegar það eina sem mig dreymdi um var að sitja í rólegheitum og slaka á Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 11. desember 2019 08:00 It's the most wonderfull time of the year hefur verið sungið margoft, og jú ég er alveg sammála, desember er alveg dásamlegur og jólin eru algjörlega mín uppáhalds hátíð. En þetta er líka sá tími ársins sem margar af okkur standa á haus (stundum bókstaflega ef ykkur vantar hugmynd fyrir samverudagatalið) svo að allt verði klárt kl. 6 á aðfangadag. Ekki hafa áhyggjur, þetta er ekki enn ein greinum um „jólin koma þó að það sé ekki búið að bóna gólfin“ heldur datt mér í hug að segja ykkur frá því þegar ég ætlaði að eiga rólega stund með sjálfri mér en það fór ekki alveg þannig. Okey, ég var sem sagt að reyna að koma ofurjólaspenntu börnunum mínum í skólann og það helst án þess að missa af strætó. Pabbi þeirra var farinn í vinnuna þannig að þetta voru þau tvö og ég ein, pínu ójafn leikur. „Þetta er allt í lagi Kristbjörg, komdu þeim bara í úlpurnar, þú getur sest niður þegar þú ert komin á stoppustöðina.“ „Vettlingar finnast ekki? Anda rólega, strætóferðin verður yndisleg.“ „Sonurinn vill vera með húfu systur sinnar? Semdu við hann og bjóddu honum buff í staðinn. Það verður enginn sem truflar þig í strætó “. Þetta voru þær hugsanir sem flugu í gegn hjá mér á meðan ég horfði á klukkuna þjóta áfram (strætó bíður nefnilega ekki eftir neinum). Jæja, nestið var komið í töskur, húfur og vettlingar á sínum stað, útihurðinni lokað og ég gjörsamlega sá fyrir mér hinn dásamlega stætó, það hefði ekki komið mér á óvart þó að ég hefði heyrt í englakór. Það eina sem mig dreymdi um var að sitja í friði í þessar 20 mínútur sem það tekur fyrir mig að komast í vinnuna. Strætó kom, ég settist inn og aaahhhhh. Venjulega er vagninn sem ég tek troðinn af framhaldsskólanemum en núna var hann tómur, allir komnir í jólafrí og í útvarpinu var yndisleg jólatónlist. Himneskt. En þegar vagninn kom á næstu stoppustöð þá kom inn heill leikskóli af börnum með kennurum. Sem sagt rólega ferðin mín í vinnuna breyttist í „nei, þú mátt ekki sitja þarna, þú verður að sitja þar sem ég sé þig.“ „Ef þú tekur húfuna af þér getur þú týnt henni og þér verður kalt.“ „Allir að sitja í sætunum sínum, þið getið dottið ef þið eruð að labba um.“ „Eigum við að syngja saman?“ Og með það flúði rólegheitahugmyndin mín út um gluggann.It's the most wonderful time of the yearWith the kids jingle bellingAnd everyone telling you be of good cheer Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
It's the most wonderfull time of the year hefur verið sungið margoft, og jú ég er alveg sammála, desember er alveg dásamlegur og jólin eru algjörlega mín uppáhalds hátíð. En þetta er líka sá tími ársins sem margar af okkur standa á haus (stundum bókstaflega ef ykkur vantar hugmynd fyrir samverudagatalið) svo að allt verði klárt kl. 6 á aðfangadag. Ekki hafa áhyggjur, þetta er ekki enn ein greinum um „jólin koma þó að það sé ekki búið að bóna gólfin“ heldur datt mér í hug að segja ykkur frá því þegar ég ætlaði að eiga rólega stund með sjálfri mér en það fór ekki alveg þannig. Okey, ég var sem sagt að reyna að koma ofurjólaspenntu börnunum mínum í skólann og það helst án þess að missa af strætó. Pabbi þeirra var farinn í vinnuna þannig að þetta voru þau tvö og ég ein, pínu ójafn leikur. „Þetta er allt í lagi Kristbjörg, komdu þeim bara í úlpurnar, þú getur sest niður þegar þú ert komin á stoppustöðina.“ „Vettlingar finnast ekki? Anda rólega, strætóferðin verður yndisleg.“ „Sonurinn vill vera með húfu systur sinnar? Semdu við hann og bjóddu honum buff í staðinn. Það verður enginn sem truflar þig í strætó “. Þetta voru þær hugsanir sem flugu í gegn hjá mér á meðan ég horfði á klukkuna þjóta áfram (strætó bíður nefnilega ekki eftir neinum). Jæja, nestið var komið í töskur, húfur og vettlingar á sínum stað, útihurðinni lokað og ég gjörsamlega sá fyrir mér hinn dásamlega stætó, það hefði ekki komið mér á óvart þó að ég hefði heyrt í englakór. Það eina sem mig dreymdi um var að sitja í friði í þessar 20 mínútur sem það tekur fyrir mig að komast í vinnuna. Strætó kom, ég settist inn og aaahhhhh. Venjulega er vagninn sem ég tek troðinn af framhaldsskólanemum en núna var hann tómur, allir komnir í jólafrí og í útvarpinu var yndisleg jólatónlist. Himneskt. En þegar vagninn kom á næstu stoppustöð þá kom inn heill leikskóli af börnum með kennurum. Sem sagt rólega ferðin mín í vinnuna breyttist í „nei, þú mátt ekki sitja þarna, þú verður að sitja þar sem ég sé þig.“ „Ef þú tekur húfuna af þér getur þú týnt henni og þér verður kalt.“ „Allir að sitja í sætunum sínum, þið getið dottið ef þið eruð að labba um.“ „Eigum við að syngja saman?“ Og með það flúði rólegheitahugmyndin mín út um gluggann.It's the most wonderful time of the yearWith the kids jingle bellingAnd everyone telling you be of good cheer
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar