Missti bestu vinkonu sína í stríðinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 19:30 Bana Alabed er tíu ára gömul frá Sýrlandi en búsett í Tyrklandi. Vísir/Friðrik Þór Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“ Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira
Milljónir barna um allan heim vita varla hvað það er að ganga í skóla og því þarf að breyta að sögn tíu ára stúlku frá Sýrlandi. Hún er ein af 450 þátttakendum á heimsþingi kvenleiðtoga sem nú stendur yfir í Hörpu. Bana Alabed fæddist í Aleppo í Sýrlandi sumarið 2009. Hún segir landið hafa verið fallegt og friðsælt áður en stríðið hófst þegar hún var afar ung. „Við vorum öll hamingjusöm og lékum okkur og svoleiðis en þegar stríðið byrjaði var það allt eyðilagt,“ segir Bana í samtali við fréttastofu. „Skólinn var eyðilagður svo við gátum ekki farið í skólann. Börn létu lífið. Jasmine vinkona mín dó. Ég mun aldrei gleyma henni, hún var besta vinkona mín. Þetta var mjög erfitt líf því á hverjum degi voru sprengjuárásir, þeim linnti aldrei, ekki einu sinni á nóttunni,“ segir Bana. Í umsátrinu um Aleppo 2016 hóf Bana, með aðstoð móður sinnar sem er enskukennari, að senda skilaboð til umheimsins um ástandið í gegnum Twitter. Framtakið hefur vakið heimsathygli en jafnframt sætt nokkurri gagnrýni. Fjölskylda hennar fékk að lokum ríkisborgararétt í Tyrklandi árið 2017. Nú ferðast Bana um heiminn til að koma skilaboðum sínum áleiðis, þótt það kosti að hún missi stöku sinnum af skóla. „Milljónir barna sækja ekki skóla. Þau vita ekki hvað skóli er, þau fá ekki góða menntun. Þess vegna ferðast ég um allan heim til að segja heiminum hvað er um að vera hjá þeim, til að hjálpa þeim að komast í skóla. Menntun er svo mikilvæg því án hennar verður ekkert úr okkur,“ segir Bana. „Á morgun er dagur barnanna og ég vil segja leiðtogunum að hjálpa börnunum að eignast betra líf.“
Reykjavík Sýrland Tyrkland Heimsþing kvenleiðtoga Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Sjá meira