Trump fluttur til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 08:02 Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira