Hjónin Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, og Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir, ljósmóðir, eignuðust dreng í vikunni en Gói greinir frá þessu á Facebook.
Drengurinn var 15 merkur og hefur fengið nafnið Ari Steinn. Gói segir í færslu sinni á Facebook að hann sé fullkominn.
Gói og Ingibjörg giftu sig fyrir tíu árum og áttu tíu ára brúðkaupsafmæli 22. ágúst síðastliðinn.
Saman áttu þau fyrir einn son og eina dóttir og er nú fjölskyldan orðin fimm manna í dag. Síðast eignuðust hjónin barn árið 2011.
