Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, eignaðist sitt annað barn á dögunum ásamt eiginkonu sinni Ingibjörgu Ýri Óskarsdóttir. Þau eignuðust litla stúlku sem hefur fengið nafnið Kristín Þórdís, en fyrir áttu þau drenginn Óskar Sigurbjörn.
Gói hefur í nógu að snúast þessa dagana því ásamt því að hann leiki fyrir börnin í Eldfærunum standa yfir lokaæfingar á leikritinu Kirsuberjagarðinum, sem frumsýnt verður 28. október.- sh, - hdm
Barnalán hjá Góa
