Manni kastað fyrir björg til að bjarga öðrum af jökli Alma Hafsteinsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:30 Í gær lauk fyrsta söludegi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum. Til hamingju með það. Ég hef í dag mikið hugsað til fólksins míns – spilafíkla. Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn. Þessir einstaklingar eiga fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyrir í þeim. Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo skrýtin tilfinning að eiga, í þessu sambandi, við góðgerðasamtök á borð við Rauða Kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og SÁÁ. Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt. Hvað er ásættanlegur fórnarkostnaður? 1 einstaklingur? 10 einstaklingar? 100 einstaklingar? Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur? Á árunum 2015-2018 spiluðu Íslendingar fyrir tæpa 45 milljarða – í spilakössum einum og sér. Það þýðir að einstaklingar spiluðu í spilakössum fyrir rúma 11 milljarða á ári. Það eru rúmlega 30 milljónir á dag! Rekstur spilakassa er í höndum tveggja aðila; Íslandsspila sf. og Háskóla Íslands. Íslandsspil eru í eigu Rauða Kross Íslands, sem á stærstan hlut í því félagi eða 64%, SÁÁ, sem á 9,5% og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en það á 26,5%. Til að setja hlutina í samhengi þá var hlutur Íslandsspila á árunum 2015-2018 í brúttóveltu spilakassa á Íslandi 17,6 milljarðar króna. Það gerir 4,4 milljarða á ári eða 12 milljónir á dag. Hlutur Slysavarnafélagsins Landsbjargar í veltunni er því 3,2 milljónir á dag! Því má leiða líkum að því að spilafíklar hafi í gær lagt félaginu til fé sem jafngildir sölu á 1.272 neyðarköllum. Vert er að taka fram að brúttótekjur taka ekki til vinninga sem eru greiddir út, umboðslauna sem greidd eru til þeirra sem hýsa spilakassana né rekstrarkostnaðar. Ég vildi svo innilega óska þess að ég væri að kljást við einhvern grimman, vondan og siðlausan andstæðing, því ég veit að Slysavarnafélagið hefur komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir minn hóp sem er spilafíklar, því miður. Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila. Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða.Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgunarsveitir Fjárhættuspil Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í gær lauk fyrsta söludegi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Neyðarkallinum. Til hamingju með það. Ég hef í dag mikið hugsað til fólksins míns – spilafíkla. Slysavarnafélagið Landsbjörg talar um „neyðarkall til þín“, en á sama tíma heyrir það ekki neyðarkall spilafíkla sem standa við spilakassa alla daga, allan daginn. Þessir einstaklingar eiga fjölskyldur, börn og ástvini, en enginn heyrir í þeim. Þeir koma að lokuðum dyrum hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar á bæ tala menn um ásættanlegan fórnarkostnað, þ.e. þetta fólk er ásættanlegur fórnarkostnaður til að afla fjár fyrir starfsemi félagsins. Börn þessara einstaklinga horfa á eftir foreldri sínu hverfa inn í heim spilafíknar í spilakassa. Foreldrar horfa á eftir börnum sínum inn í heim spilafíknar. Foreldrar hafa þurft að fylgja barni sínu til grafar vegna spilafíknar. Enginn heyrir og enginn er tilbúinn að setjast niður með foreldrum barns og útskýra fyrir þeim að barnið þeirra hafi verið ásættanlegur fórnarkostnaður. Það er svo skrýtin tilfinning að eiga, í þessu sambandi, við góðgerðasamtök á borð við Rauða Kross Íslands, Slysavarnafélagið Landsbjörg og SÁÁ. Þegar við hugsum um einhvern sem nýtir sér neyð og veikindi einstaklinga sjáum við fyrir okkur vondan, grimman og siðlausan andstæðing, en öll þessi góðgerðasamtök og mannúðarsamtök eru að vinna fallegt starf að flestu leyti. Á sama tíma eru þau þó öll að nýta sér neyð og veikindi einstaklinga, sem er ótrúlega ljótt. Hvað er ásættanlegur fórnarkostnaður? 1 einstaklingur? 10 einstaklingar? 100 einstaklingar? Aðstandendur spilafíkla hafa lýst því svo að það að búa með virkum spilafíkli sé eins og að vera í helvíti. Hvað er ásættanlegt að skaða margar fjölskyldur? Á árunum 2015-2018 spiluðu Íslendingar fyrir tæpa 45 milljarða – í spilakössum einum og sér. Það þýðir að einstaklingar spiluðu í spilakössum fyrir rúma 11 milljarða á ári. Það eru rúmlega 30 milljónir á dag! Rekstur spilakassa er í höndum tveggja aðila; Íslandsspila sf. og Háskóla Íslands. Íslandsspil eru í eigu Rauða Kross Íslands, sem á stærstan hlut í því félagi eða 64%, SÁÁ, sem á 9,5% og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en það á 26,5%. Til að setja hlutina í samhengi þá var hlutur Íslandsspila á árunum 2015-2018 í brúttóveltu spilakassa á Íslandi 17,6 milljarðar króna. Það gerir 4,4 milljarða á ári eða 12 milljónir á dag. Hlutur Slysavarnafélagsins Landsbjargar í veltunni er því 3,2 milljónir á dag! Því má leiða líkum að því að spilafíklar hafi í gær lagt félaginu til fé sem jafngildir sölu á 1.272 neyðarköllum. Vert er að taka fram að brúttótekjur taka ekki til vinninga sem eru greiddir út, umboðslauna sem greidd eru til þeirra sem hýsa spilakassana né rekstrarkostnaðar. Ég vildi svo innilega óska þess að ég væri að kljást við einhvern grimman, vondan og siðlausan andstæðing, því ég veit að Slysavarnafélagið hefur komið mörgum til bjargar og unnið gott starf, bara ekki fyrir minn hóp sem er spilafíklar, því miður. Þeim er kastað fyrir björgin. Mig langar svo að Slysavarnafélagið Landsbjörg og öll hin að öðru leyti góðu samtök finni aðrar leiðir til að afla fjár fyrir sinn svo góða málstað. Ég á mér draum og von um að þessi frábæru samtök og stofnanir komi í lið með mér og okkur við að svara neyðarkalli þessa hóps og hjálpi spilafíklum og ástvinum þeirra í kalli þeirra eftir lífi – lífi án fjárhættuspila. Ef þú kæri lesandi átt leið í söluturn, vídeoleigu, veitingahús eða bar og sérð þar fólk fast í spilakössum, vinsamlega þakkaðu spilafíklinum og knúsaðu hann fyrir að standa vaktina og fyrir að leggja líf sitt og mögulega fjölskyldu sína undir í þessum leik upp á líf og dauða.Höfundur starfar sem fíkni- og fjölskyldumarkþjálfi hjá spilavandi.is.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun