Segir tvöfalt heilbrigðiskerfi á Íslandi 1. nóvember 2019 21:29 Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis og þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Baldur Hrafnkell Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Formaður Velferðarnefndar alþingis segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi sé í landinu og að margir hafi hreinlega ekki efni á því að sækja sér læknisþjónustu. Sérfræðilæknar hafa í mörgum tilfellum rukkað sjúklinga sína um aukagjald eftir að samningur við Sjúkratryggingar Íslands rann út. Forstjóra Sjúkratrygginga Íslands og formanni Læknafélags Reykjavíkur greinir á um hvers vegna rammasamningur sérfræðilækna hafi ekki verið endurnýjaður frá því hann rann út um síðustu áramót. Áfram hafa þó læknarnir fengið greitt frá Sjúkratryggingum Íslands samkvæmt gamla samningnum. Formaður læknafélagsins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að læknar telji sér ekki annað fært til þess að geta haldið úti þjónustu.Formaður Velferðarráðs segir að tvöfalt heilbrigðiskerfi rekið í landinu. „Megin þorri landsmanna vill opinbera, gjaldfrjálsa heilbrigðisþjónustu. Þetta er ekki það. Þarna er verð að búa til tvöfalt kerfi. Þar sem að þeir ríku geta borgað,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður Velferðarnefndar Alþingis.Er ástæða til þess að Velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar?„Já, við samþykktum reyndar í Velferðarnefnd í morgun að eiga samtal við Sjúkratryggingar Íslands, vegna fjölmargar samninga sem að bíða en heilbrigðisráðherra, það er hún sem að þarf að svara núna. Það er ekki hægt að benda bara á Sjúkratryggingar og láta eins og þar sé bara einhver ríki í ríkinu,“ segir Helga Vala.Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/Stöð 2Heilbrigðisráðherra segir aðgerðir sérfræðilækna ekki til þess fallnar til þess að auðvelda samninga. „Þetta er þá innheimta sem er fyrir utan þá gjaldskrá sem að hefur verið gefin út og það er ekki til þess fallið að leysa málið með því að sækja viðbótar fé í vasa sjúklinga. Vegna þess að við þurfum að komast að niðurstöðu með samningum því það er þannig sem að þarf að gera það,“ segir Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45 Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Sjúklingar borga meira úr eigin vasa Margir sérfræðilæknar eru farnir að rukka sjúklinga sína um nokkur þúsund króna aukagjald. Þeir telja sér ekki annað fært þar sem þeir hafa verið samningslausir síðan um áramótin. Forstjóri Sjúkratrygginga segir lækna með þessu sækja sér fé beint í vasa sjúklinga án greiðsluþátttöku hins opinbera. 31. október 2019 18:45