Evelyn Beatrice Hall. Ha, hver? Sif Sigmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 10:00 Árið 2016 tilkynnti morgunkornsframleiðandinn Kellogg’s að fyrirtækið hygðist hætta að auglýsa á vefmiðlinum Breitbart. Breitbart er vinsæll fréttamiðill meðal öfgahægrimanna í Bandaríkjunum. Vefsíðan sem tengdist Donald Trump nánum böndum hafði lengi verið sökuð um kynþáttahatur, kvenfyrirlitningu og andúð á múslimum. Á miðlinum mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „Pólitísk rétthugsun verndar nauðgunarmenningu múslima.“ Viðskiptavinum Kellogg’s misbauð að morgunkornsframleiðandinn auglýsti á Breitbart. Þeir kvörtuðu og Kellogg’s brást við með fyrrgreindum hætti. Konur, Kína, kolefnisfótspor Nýverið fór Íslandsbanki í naflaskoðun. Í kjölfarið ákvað bankinn að tileinka sér samfélagsábyrgð. „Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar,“ sagði Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, í blaðagrein. Fyrirtækið hugðist hætta að flytja inn plastsparibauka frá Kína, hætta að prenta skýrslur á pappír og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Í kjölfar greinarinnar ætlaði allt um koll að keyra. Það var þó ekki kolefnisfótsporið og plastbaukarnir frá Kína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Heldur konurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvort það væri ekki „óhugnanlegt“ þegar „banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að uppátækið kæmi sér „spánskt fyrir sjónir“. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í viðtali að Íslandsbanki ætti „að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar“. Fræg er tilvitnun um tjáningarfrelsið sem gjarnan er eignuð heimspekingnum Voltaire: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Tilvitnunin hér að framan endurspeglar viðhorf undirritaðrar til tjáningarfrelsisins. Ég hef varið rétt óvinsælla einstaklinga til að segja óvinsæla hluti, rétt Jyllands-Posten til að birta Múhameðs-teikningarnar, rétt breska íhaldsmannsins Douglas Murray til að tala á Íslandi. Ég skrifaði einu sinni heilan pistil til varnar Sigmundi Davíð eftir að hann sagði lélegan brandara á Snapchat. Ég á mér fáar sannfæringar í lífinu – en trú mín á mikilvægi tjáningar- og prentfrelsis er ein sú sterkasta. Það er því huggulegt að fá liðsauka í baráttunni, heilan karlakór sem syngur af nýfundinni ástríðu um tjáningarfrelsið. Aðeins einn galli er á gjöf Njarðar: Íslandsbankamálið hefur ekkert með kúgun á tjáningarfrelsinu að gera. Voltaire sagði ekki: „Ég léti lífið til að verja rétt þinn til auglýsingatekna.“ Fyrirtækjum er frjálst að velja hvar þau auglýsa. Fjölmiðlum er á sama tíma frjálst að segja það sem þeim sýnist innan ramma laganna. Fólki er frjálst að gagnrýna það. Fólki er frjálst að gagnrýna fyrirtæki sem auglýsa hjá fjölmiðli sem því mislíkar: Það kallast tjáningarfrelsi. Því tjáningarfrelsi er ekki bara fjölmiðla; það er allra. Ef íslenskur fjölmiðill birti grein um „nauðgunarmenningu múslima“ og Íslandsbanki hætti að auglýsa hjá viðkomandi miðli í kjölfarið, stæði samfélagið á öndinni? Ég leyfi mér að efast um það. En ef málið snýst um konur horfir það öðruvísi við. Því eins og John Lennon orti: „Woman is the nigger of the world.“ Það var reyndar Yoko Ono sem á heiðurinn af umræddri ljóðlínu sem annar tveggja höfunda textans. Og það var heldur ekki Voltaire sem ritaði hin fleygu orð: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Það var kona að nafni Evelyn Beatrice Hall. En við erum öll búin að gleyma því. Því karlar eiga veröldina, orðið og auðinn og þeir syngja nú af fullri raust því þeir vilja halda áfram að eiga veröldina, orðið og auðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Árið 2016 tilkynnti morgunkornsframleiðandinn Kellogg’s að fyrirtækið hygðist hætta að auglýsa á vefmiðlinum Breitbart. Breitbart er vinsæll fréttamiðill meðal öfgahægrimanna í Bandaríkjunum. Vefsíðan sem tengdist Donald Trump nánum böndum hafði lengi verið sökuð um kynþáttahatur, kvenfyrirlitningu og andúð á múslimum. Á miðlinum mátti lesa fyrirsagnir á borð við: „Pólitísk rétthugsun verndar nauðgunarmenningu múslima.“ Viðskiptavinum Kellogg’s misbauð að morgunkornsframleiðandinn auglýsti á Breitbart. Þeir kvörtuðu og Kellogg’s brást við með fyrrgreindum hætti. Konur, Kína, kolefnisfótspor Nýverið fór Íslandsbanki í naflaskoðun. Í kjölfarið ákvað bankinn að tileinka sér samfélagsábyrgð. „Í dag þurfa umhverfismál líkt og jafnréttismál að vera málefni sem eru rædd eins og hver önnur viðskipti inni á borði framkvæmdastjórnar,“ sagði Edda Hermannsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Íslandsbanka, í blaðagrein. Fyrirtækið hugðist hætta að flytja inn plastsparibauka frá Kína, hætta að prenta skýrslur á pappír og kveðja „auglýsingar hjá fjölmiðlum sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla“. Í kjölfar greinarinnar ætlaði allt um koll að keyra. Það var þó ekki kolefnisfótsporið og plastbaukarnir frá Kína sem fóru fyrir brjóstið á fólki. Heldur konurnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, spurði hvort það væri ekki „óhugnanlegt“ þegar „banki ætlar að fara að hlutast til um það hvernig fjölmiðlar eru reknir?“. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að uppátækið kæmi sér „spánskt fyrir sjónir“. Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins, sagði í viðtali að Íslandsbanki ætti „að sjá sóma sinn í því að biðjast afsökunar“. Fræg er tilvitnun um tjáningarfrelsið sem gjarnan er eignuð heimspekingnum Voltaire: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Tilvitnunin hér að framan endurspeglar viðhorf undirritaðrar til tjáningarfrelsisins. Ég hef varið rétt óvinsælla einstaklinga til að segja óvinsæla hluti, rétt Jyllands-Posten til að birta Múhameðs-teikningarnar, rétt breska íhaldsmannsins Douglas Murray til að tala á Íslandi. Ég skrifaði einu sinni heilan pistil til varnar Sigmundi Davíð eftir að hann sagði lélegan brandara á Snapchat. Ég á mér fáar sannfæringar í lífinu – en trú mín á mikilvægi tjáningar- og prentfrelsis er ein sú sterkasta. Það er því huggulegt að fá liðsauka í baráttunni, heilan karlakór sem syngur af nýfundinni ástríðu um tjáningarfrelsið. Aðeins einn galli er á gjöf Njarðar: Íslandsbankamálið hefur ekkert með kúgun á tjáningarfrelsinu að gera. Voltaire sagði ekki: „Ég léti lífið til að verja rétt þinn til auglýsingatekna.“ Fyrirtækjum er frjálst að velja hvar þau auglýsa. Fjölmiðlum er á sama tíma frjálst að segja það sem þeim sýnist innan ramma laganna. Fólki er frjálst að gagnrýna það. Fólki er frjálst að gagnrýna fyrirtæki sem auglýsa hjá fjölmiðli sem því mislíkar: Það kallast tjáningarfrelsi. Því tjáningarfrelsi er ekki bara fjölmiðla; það er allra. Ef íslenskur fjölmiðill birti grein um „nauðgunarmenningu múslima“ og Íslandsbanki hætti að auglýsa hjá viðkomandi miðli í kjölfarið, stæði samfélagið á öndinni? Ég leyfi mér að efast um það. En ef málið snýst um konur horfir það öðruvísi við. Því eins og John Lennon orti: „Woman is the nigger of the world.“ Það var reyndar Yoko Ono sem á heiðurinn af umræddri ljóðlínu sem annar tveggja höfunda textans. Og það var heldur ekki Voltaire sem ritaði hin fleygu orð: „Ég fyrirlít það sem þú hefur að segja en ég léti lífið til að verja rétt þinn til að segja það.“ Það var kona að nafni Evelyn Beatrice Hall. En við erum öll búin að gleyma því. Því karlar eiga veröldina, orðið og auðinn og þeir syngja nú af fullri raust því þeir vilja halda áfram að eiga veröldina, orðið og auðinn.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun