Sjáðu eldræðu Teits um Njarðvík: „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2019 11:00 Njarðvík tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið Stjarnan kom í heimsókn í Ljónagryfjuna. Nikolas Tomsick tryggði Stjörnumönnum dramatískan sigur, 76-78. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson hefur áhyggjur af sínum mönnum. Hann var afar ósáttur við frammistöðu þeirra í gær. „Stjarnan tekur 85 skot í leiknum, Njarðvík 63. Þeir taka 22 skotum meira en hitt liðið. Þá geturðu ekki tapað, sama þótt þú sért með 35% skotnýtingu. Þetta segir okkur hvað þetta var ömurlegur leikur hjá Njarðvík og þeir áttu ekkert skilið,“ sagði Teitur í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir. Meðan það er svoleiðis eru þeir alltaf að elta. Þetta voru eins og börn á móti fullorðnum mönnum.“ Njarðvík var í miklum vandræðum lengst af gegn Stjörnunni og lenti mest 22 stigum undir. Leikur þeirra grænu lagaðist þó þegar þeir byrjuðu að spila svæðisvörn. „Njarðvík brást miklu betur við boltahindrununum í svæðisvörninni en maður á mann vörninni. Þetta eru nákvæmlega sömu konsept. Af hverju spila þeir ekki svona þegar þeir spila maður á mann vörn. Ég fatta það ekki,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Veistu hvað mér finnst? Þetta er heimska. Það vantar greind í liðið. Að hreyfa sig að boltanum þegar þú sérð hindrun hinum megin á vellinum. Þú lærðir þetta þegar þú varst lítill strákur. Þú verður bara að framkvæma þetta. Ekki hugsa þetta, framkvæma. Meðan Njarðvík getur ekki gert það eru þeir alltaf skrefinu of seinir.“ Eldræðu Teits og umfjöllunina um leik Njarðvíkur og Stjörnunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Njarðvík tapaði sínum fjórða leik í röð þegar liðið Stjarnan kom í heimsókn í Ljónagryfjuna. Nikolas Tomsick tryggði Stjörnumönnum dramatískan sigur, 76-78. Njarðvíkingurinn Teitur Örlygsson hefur áhyggjur af sínum mönnum. Hann var afar ósáttur við frammistöðu þeirra í gær. „Stjarnan tekur 85 skot í leiknum, Njarðvík 63. Þeir taka 22 skotum meira en hitt liðið. Þá geturðu ekki tapað, sama þótt þú sért með 35% skotnýtingu. Þetta segir okkur hvað þetta var ömurlegur leikur hjá Njarðvík og þeir áttu ekkert skilið,“ sagði Teitur í Domino's Körfuboltakvöldi í gær. „Við minnstu mótspyrnu verða þeir litlir kallar og hræddir. Meðan það er svoleiðis eru þeir alltaf að elta. Þetta voru eins og börn á móti fullorðnum mönnum.“ Njarðvík var í miklum vandræðum lengst af gegn Stjörnunni og lenti mest 22 stigum undir. Leikur þeirra grænu lagaðist þó þegar þeir byrjuðu að spila svæðisvörn. „Njarðvík brást miklu betur við boltahindrununum í svæðisvörninni en maður á mann vörninni. Þetta eru nákvæmlega sömu konsept. Af hverju spila þeir ekki svona þegar þeir spila maður á mann vörn. Ég fatta það ekki,“ sagði Teitur og hélt áfram. „Veistu hvað mér finnst? Þetta er heimska. Það vantar greind í liðið. Að hreyfa sig að boltanum þegar þú sérð hindrun hinum megin á vellinum. Þú lærðir þetta þegar þú varst lítill strákur. Þú verður bara að framkvæma þetta. Ekki hugsa þetta, framkvæma. Meðan Njarðvík getur ekki gert það eru þeir alltaf skrefinu of seinir.“ Eldræðu Teits og umfjöllunina um leik Njarðvíkur og Stjörnunnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Stjarnan 76-78 | Stjörnumenn stóðust pressuna og lögðu Njarðvíkinga Stjörnumenn voru mikið betri bróðurpart leiksins og gefa lokatölur ekki rétta mynd af gangi hans. Áhorfendur fengu þó eitthvað fyrir aurinn þegar uppi var staðið. 1. nóvember 2019 22:45