Djurgården lenti 2-0 undir gegn Norrköping en kom til baka og jafnaði í 2-2 sem var nóg til að tryggja liðinu sænska meistaratitilinn í fyrsta sinn í 14 ár.
Guðmundur Þórarinsson var í byrjunarliði Norrköping. Hann fékk rauða spjaldið 17 mínútum fyrir leikslok.
Arnór Ingvi Traustason skoraði eitt marka Malmö í 0-5 útisigri á Örebro. Hann skoraði sjö mörk og gaf átta stoðsendingar á tímabilinu. Malmö endaði í 2. sæti með jafn mörg stig og Hammarby.
Aron Jóhannsson kom ekkert við sögu hjá Hammarby sem vann 4-1 sigur á Häcken.
Kolbeinn Sigþórsson lét vandræðin í vikunni ekki á sig fá og skoraði fyrra mark AIK í 2-1 sigri á Sundsvall á heimavelli. Þetta var þriðja mark hans á tímabilinu. AIK endaði í 4. sæti deildarinnar.
Pang! 1-0 till AIK, genom Kolbeinn Sigþórsson. Efter ett riktigt fint förarbete från Henok Goitom. pic.twitter.com/2vT7LmYGki
— AIK Fotboll (@aikfotboll) November 2, 2019
Daníel Hafsteinsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Helsingborg sem tapaði fyrir Elfsborg, 1-2. Helsingborg endaði í 10. sæti deildarinnar.