„Þetta er frammistaða tímabilsins,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson um leikinn, en ÍR vann hann 78-77 eftir spennandi lokamínútur.
„Langstærsta upset-ið,“ tók Teitur Örlygsson undir.
Sérfræðingarnir krufðu frammistöðu ÍR-inga í þaula og hrósuðu sérstaklega Ghetto Hooligans fyrir að hafa gert Seljaskóla einn erfiðasta útivöll landsins.
Alla umræðuna má sjá hér að neðan.