Alvarlegum slysum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós voru sett upp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 3. nóvember 2019 21:00 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um 80% eftir að beygjuljós fyrir vinstribeygjur voru sett þar upp. stöð 2 Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún. Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Alvarlegum slysum á gatnamótum við Kringlumýrarbraut fækkaði um áttatíu prósent eftir að beygjuljós fyrir vinstri beygjur voru sett þar upp. Verkfræðingur segir ávinninginn gríðarlegan og að sparnaður vegna slysakostnaðar hlaupi á milljörðum króna. Í nýrri rannsókn á tíðni umferðarslysa á þremur umferðarþungum gatnamótum kemur fram að slysum hefur fækkað verulega eftir að svokölluð vinstribeygjuljós voru sett þar upp. Það er sérstök ljós fyrir vinstri beygjur sem liggja þvert yfir gatnamótin. Um er að ræða tvenn gatnamót við Kringlumýrarbraut, annars vegar við Miklubraut og hins vegar við Laugaveg. Og síðan við Miklubraut og Grensásveg. Slysatíðni í fimm ár fyrir og fimm ár eftir uppsetningu ljósanna var skoðuð. „Ef maður skoðar bara öll slys á gatnamótunum fækkaði þeim um hátt í áttatíu prósent. Ef við skoðum bara alvarlegu slysin fækkar þeim líka í kringum áttatíu prósent. Ef við skoðum bara vinstri beygju slysin fækkar þeim enn meira. Þannig það er mjög mikill ágóði af þessu,“ segir Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.Anna Guðrún Stefánsdóttir, verkfræðingur.stöð 2„Beygjuljósið hér við Laugaveg var sett upp árið 2009 og á fimm árum eftir það fækkaði alvarlegum slysum, þar sem fólk slasaðist, um 79 prósent,“ bætir hún við. Til samanburðar voru skoðuð gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar þar sem beygjuljós hafa ekki verið sett upp. Þar fjölgaði slysum með meiðslum um 19 prósent á sama tíma. Anna telur rannsóknina sýna að beygjuljósin margborga sig þrátt fyrir að þau geti hægt á umferð. Taka mætti gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar til skoðunar. „Það er talið að eitt alvarlegt slys kosti þjóðfélagið um 124 milljónir króna. Alvarlegum slysum fækkaði það mikið til dæmis á Kringlumýrarbraut og Miklubraut að á fimm ára tímabili getum við sagt að það hafi sparast um 1,2 milljarðar króna. Sem er náttúrulega rosalegur ágóði. Svo á hinum gatnamótunum spöruðust 7-800 milljónir á hvorum gatnamótum fyrir sig,“ segir Anna Guðrún.
Reykjavík Umferðaröryggi Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira