Boðað varaflugvallagjald sagt ólöglegt Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. nóvember 2019 07:15 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Hann segir áform um varaflugvallagjöld ólögleg og varhugaverð og brjóta gegn EES-samningi. Vísir/vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, gagnrýnir harðlega áform í drögum að samgönguáætlun næstu fimmtán ára um „hóflegt þjónustugjald“ sem renna eigi til uppbyggingar á innviðum varaflugvalla. „Icelandair Group telur þau áform sem þarna er lýst mjög varhugaverð og mótmælir harðlega að lagt verði varaflugvallagjald á flugrekendur sem virðast þá bæði eiga að fjármagna þá nauðsynlegu uppbyggingu sem þarf að fara í til þess að tryggja að varaflugvellir fyrir Keflavíkurflugvöll uppfylli þær öryggiskröfur sem nauðsynlegar eru fyrir slíka flugvelli sem og rekstur annarra alþjóðaflugvalla en Keflavíkurflugvallar,“ segir í umsögn forstjóra Icelandair til Alþingis. Segir Bogi varaflugvallagjald ólögmætt og hvorki samrýmast EES-samningnum né leiðbeiningarreglum Alþjóðaflugmálastofnunar. Vísar hann til þess að slíkt gjald hafi áður verið lagt á en afnumið eftir athugasemdir frá ESA því það hafi brotið í bága við EES-samninginn. „Ekki fæst betur séð en að tillaga sú er kemur fram í drögum að samgönguáætlun sé algjörlega hliðstæð þeirri gjaldtöku sem ESA hefur áður talið fara í bága við EES-samning-inn,“ segir Bogi sem kveður gjaldið mundu skaða samkeppnishæfni Icelandair og annarra íslenskra flugrekenda á markaðnum fyrir flug milli Evrópu og Norður-Ameríku. Enn fremur segir Bogi að ekki sé rétt að blanda saman því sem tengist uppbyggingu vegna varaflug-vallarhlutverks fyrir alþjóðaflug annars vegar og hins vegar uppbyggingu flugstöðvar á Egilsstöðum og innviða tengdum ferðaþjónustu. „Annað þeirra er flugöryggislegt verkefni fyrir Keflavíkurflugvöll og hitt er byggðaþróunarverkefni sem er alls ótengt flugi um Keflavíkurflugvöll,“ segir í umsögn Boga. Tekið er í svipaðan streng í umsögn frá Karli Alvarssyni, lögmanni Isavia, fyrir hönd félagsins. „Isavia lýsir áhyggjum af því með hvaða hætti drögin að flugstefnunni gera ekki greinarmun á almenningssamgöngum sem ætlað er að styrkja byggðir landsins og fjármögnun þeirra annars vegar og reksturs Keflavíkurflugvallar sem rekinn er á sjálfbæran hátt í miklu samkeppnisumhverfi hins vegar.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00 Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Samgönguráðherra segir nauðsynlegt að byggja upp varaflugvelli í takti við Keflavíkurflugvöll Samgönguráðherra segir að fjármunir sem komi inn vegna rekstrar Keflavíkurflugvallar hljóti einnig að nýtast við uppbyggingu varaflugvalla. Breyttar áherslur muni sjást í samgönguáætlun eftir nokkrar vikur. 2. nóvember 2019 19:00
Vilja skýr svör um framtíð Akureyrarflugvallar Ferðaþjónustan á Norðurlandi vill fá skýr svör um það hvort til standi að byggja upp Akureyrarflugvöll sem millilandaflugvöll eða ekki. Stór ráðstefna um millilandaflug á Norðurlandi verður haldin á Akureyri í dag. 15. október 2019 12:15