Enn tapar Trump fyrir dómi varðandi skattskýrslur Kjartan Kjartansson skrifar 4. nóvember 2019 16:01 Saksóknarar í New York sem rannsaka greiðslur Trump og fyrirtækis hans til kvenna sem segjast hafa átt vingott við hann kröfðust þess að fá skattskýrslur frá endurskoðunarfyrirtæki forsetans. Vísir/EPA Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Endurskoðunarfyrirtæki Donalds Trump Bandaríkjaforseta þarf að afhenda saksóknurum í New York skattskýrslur forsetans átta ár aftur í tímann samkvæmt niðurstöðu alríkisáfrýjunardómstóls í dag. Dómstóllinn hafnaði þeim rökum Trump að sem forseti nyti hann friðhelgi gegn sakamálarannsóknum. Saksóknararnir gáfu út stefnu á hendur Mazars USA, endurskoðunarfyrirtæki Trump til fjölda ára, um skattskýrslur forsetans í tengslum við rannsókn á þagnargreiðslum hans og fyrirtækis hans til Stephanie Clifford, klámmyndaleikkonu sem er betur þekkt undir sviðsnafninu Stormy Daniels. Trump höfðaði mál til að koma í veg fyrir að skattskýrslurnar yrðu afhentar og byggðu lögmenn hans meðal annars á þeim rökum að sem forseti nyti hann ekki aðeins friðhelgi gegn ákæru heldur einnig hvers kyns sakamálarannsóknum á meðan hann sæti í embætti. Ekki er þó líklegt að saksóknararnir fái skattskýrslur Trump í hendur á næstunni því fastlega er búist við því að hann áfrýi málinu til Hæstaréttar, að sögn New York Times. Trump skipaði tvo dómaranna sem þar sitja og eru íhaldsmenn í meirihluta.Reuters-fréttastofan segir að saksóknararnir í New York hafi fallist á að framfylgja stefnunni ekki fyrr á meðan Trump skýtur málinu til Hæstaréttar svo lengi sem það gerist innan tíu daga frá úrskurðinum í dag. Trump braut áratugalangahefð fyrir því að forsetaframbjóðendur birti fjárhagsupplýsingar um sig, þar á meðal skattskýrslur, þegar hann bauð sig fram árið 2016. Þá sleit hann heldur ekki á öll tengsl við fyrirtækjarekstur sinn þegar hann varð forseti. Hann nýtur enn góðs af rekstri fyrirtækjanna sem synir hans tveir stýra. Forsetinn hefur ennfremur leitað allra leiða til að koma í veg fyrir að skattskýrslur hans verði opinberar. Lögmaður Trump reyndi meðal annars að halda því fram fyrir áfrýjunardómstólnum að ekki væri hægt að sækja Trump til saka þó að hann skyti manneskju til bana úti á miðri götu fyrr en eftir að hann léti af embætti sem forseti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56 Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45 Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Saksóknarar krefjast skattagagna Trump Saksóknarar í New York hafa lagt fram stefnu og krefjast þess að fá skattagögn Donald Trump, Bandaríkjaforseta, afhent. 16. september 2019 23:56
Lögmaður Trump segir ekki hægt að ákæra hann fyrir morð Lagakenninguna setti persónulegur lögmaður Bandaríkjaforseta fram í máli sem varðar skattskýrslur hans og þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonu. 24. október 2019 10:45
Skattskýrslur Trump skulu afhentar saksóknurum Dómari taldi rök Trump um að hann njóti friðhelgi gegn sakamálarannsókn andstæð stjórnarskipan og gildum Bandaríkjanna. 7. október 2019 13:31