Kærir Trump fyrir meiðyrði í tengslum við ásakanir um nauðgun Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2019 21:45 E. Jean Carroll. AP/Craig Ruttle Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira
Kona sem sakað hefur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, um nauðgun hefur höfðað meiðyrðamál gegn forsetanum vegna ummæla hans í kjölfar ásakana hennar. E. Jean Carroll sakaði Trump í sumar um nauðgun sem á að hafa átt sér stað í lok ársins 1995 eða upphafi 1996. Hún sagðist hafa hitt Trump í versluninni Bergdorf Goodman á Manhattan einhvern tímann um miðjan tíunda áratuginn. Hún var þá 52 ára og var nýbyrjuð að skrifa vinsælan dálk í tímaritið Elle. Carroll heldur því fram að Trump hafi beðið hana um að máta fyrir sig föt í versluninni og brotið á henni inni í mátunarklefa. Þar hafi hann kastað sér á hana, gripið um báða handleggi hennar og þvingað getnaðarlim sínum inn í leggöng hennar.Sjá einnig: Pistlahöfundur sakar Trump um nauðgunTrump sjálfur sagði í sumar að Carroll væri að ljúga og hún væri „ekki hans týpa“. Þá neitar hann því að hafa yfir höfuð hitt hana og Stephanie Grisham, upplýsingafulltrúi Hvíta hússins segir Carrlol reyna að auðgast á ásökununum. Málshöfðun Carroll snýr að því að Trump hafi neitað ásökununum opinberlega og sakað Carroll um lygar. „Leyfið mér að ná utan um þetta. Carroll er að höfða mál gegn forsetanum fyrir að verja sig gegn fölskum ásökunum?“ sagði Grisham við blaðamenn í dag. Sakaði hún Carroll um að reyna að auðgast á ásökunum þessum, þar sem hún hafi ekkert hagnast á bók sem hún gaf út í sumar.„Þessi saga sem hún reyndi að nota til að selja þessa drasl bók sína átti sér aldrei stað, punktur,“ sagði Grisham. „Frásögn hennar heldur engu vatni ef þið hafið reynt að máta föt í mannmergð í svona verslun. Lögsóknin er lítilvæg og sagan sjálf er fölsk, eins og höfundurinn.“ Kærur sem þessar eru algengar í málum sem tengjast kynferðisbrotum vestanhafs. Ásakanir um kynferðisbrot eru oft orð gegn orði. Ásakanir um meiðyrði eru oftast af öðru sniði og þannig reynir fólk að koma kynferðisbrotum fyrir dóm með því að kæra meinta gerendur fyrir meiðyrði, þegar þeir neita fyrri ásökununum. Til að sannreyna hvort að um meiðyrði sé að ræða, þarf fyrst að reyna að sanna hvort að fyrra brotið hafi átt sér stað eða ekki. Trump stendur til dæmis frammi fyrir öðru meiðyrðamáli þar sem Summer Zervos, fyrrverandi þátttakandi í raunveruleikaþáttum Trump, The Apprentice, sakaði Trump um kynferðisbrot árið 2016. Hann sagði hana vera að ljúga og þá kærði hún hann fyrir meiðyrði.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Fleiri fréttir Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Sjá meira