Vela, sem leikur fyrir Los Angeles FC, fékk 69% atkvæða í valinu og hlaut því verðlaun sem mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Eru verðlaunin nefnd í höfuðið á bandarísku goðsögninni Landon Donovan.
Zlatan kom annar í kjörinu með 14% atkvæða og í þriðja sæti var Josef Martinez, sóknarmaður Atlanta United.
Vela skoraði 34 mörk á leiktíðinni, fjórum meira en Zlatan, sem leikur fyrir Los Angeles Galaxy, en hvorugt liðið komst alla leið í úrslitaleikinn um MLS bikarinn þar sem Seattle Sounders og Toronto FC mætast næstkomandi sunnudag.
@11carlosV = #MLSMVP https://t.co/BZaFvL4Y9Z
— Major League Soccer (@MLS) November 4, 2019