Sportpakkinn: Blikar ætla að koma aftur á óvart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2019 16:30 Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. Fyrstu deildar lið Breiðabliks, sem vann afar óvæntan sigur á ÍR í 32-liða úrslitunum, dróst á móti Val í karlaflokki. „Við erum í bikarkeppninni til að keppa á móti svona liðum. Sérstaklega þegar maður er í 1. deildinni vill maður fá lið sem er skemmtilegt að spila við, eins og Val,“ sagði Snorri Vignisson, lykilmaður Breiðabliks. „Þetta er bara önnur umferð og við erum bara búnir að koma einu sinni á óvart ef svo má segja. Þetta er geggjað. Ég er mjög spenntur fyrir þessu.“ Snorri segir að sigurinn á ÍR-ingum hafi ekki komið Blikum á óvart. „Það var ró yfir liðinu. Það er oft þannig þegar fyrstu deildar lið mætir úrvalsdeildarliði er búist við að liðið úr úrvalsdeildinni fari áfram. Það skipti miklu að þessi pressa var ekki á okkur. Við höfðum gaman að þessu og hittum úr skotunum okkar,“ sagði Snorri. Hann segir að Blikar geti komið aftur á óvart og slegið Valsmenn úr leik. „Við höfum trú á okkur. Þetta er bikarkeppni; við höfum oft séð lið koma á óvart. Ég held að við getum klárlega farið lengra,“ sagði Snorri. Átti ekkert óskaliðMeðal leikja í 16-liða úrslitum Geysisbikars kvenna er viðureign Haukar, liðsins í 2. sæti Domino's deildarinnar, og Tindastóls, toppliðs 1. deildar. „Ég var ekki með neitt óskalið. Þetta lítur bara vel út fyrir okkur. Við mættum Grindavík, sem var þá í 1. deild, í fyrra og það gekk mjög brösuglega hjá okkur. Við þurfum að mæta með huga og hjarta á réttum stað og þá ættum við sigla þessu heim,“ sagði Þóra Kristín Jónsdóttir, landsliðskona úr Haukum. Þóra kvaðst ánægð með hvernig Haukar hafa byrjað tímabilið. Liðið fær hins vegar tvö stór próf í vikunni. „Við eigum tvo erfiða leiki gegn Val og KR. Við þurfum að stíga upp og gera aðeins betur ef við ætlum að vinna þá leiki,“ sagði Þóra. Að hennar sögn stefna Haukar á að komast í undanúrslit í deild og bikar.Sjá má dráttinn í 16-liða úrslit Geysisbikarsins með því að smella hér. Fréttina í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Suðurnesjaslagir í 16-liða úrslitum Geysisbikarsins Dregið var í 16-liða úrslit Geysisbikars karla og kvenna í körfubolta í dag. 5. nóvember 2019 12:15