Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. nóvember 2019 19:00 Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli barnshafandi konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt. Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja Útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna. Samtökin No Borders Iceland birtu færslu á Facebook í gærkvöldi, sem vakið hefur hörð viðbrögð. Þar var sagt frá því að vísa ætti 26 ára gamalli albanskri þungaðri konu, ásamt manni sínum og tveggja ára barni er úr landi. Fjölskyldan kom til landins fyrir mánuði og sótti um hæli en hefur nú verið send úr landi. Konan er gengin tæpar 36 vikur. Eftir að ljóst var að fjölskyldunni yrði flogið úr landi aflaði konan sjálf læknisvottorðs frá mæðravernd Landspítala í gærkvöldi, þar sem fram kemur að hún sé slæm af stoðkerfisverkjum í baki og "ætti erfitt með langt flug".Vottorðið átti að mæla gegn flugi Samtök um réttindi flóttafólks á Íslandi túlka vottorðið sem svo að konan sé ekki ferðafær. Starfandi yfirlæknir í mæðravernd tekur í sama streng. „Ég get allavega ekki séð að vottorðið hafi verið gefið út í öðrum tilgangi en að gefa það til kynna að við mæltum ekki með því að hún færi í flug í þessum tilgangi,“ segir Eva Jónsdóttir, starfandi yfirlæknir fæðingarþjónstu Landspítala. „Við sjáum það ekki út frá þessu að þetta hefði átt að leiða til þess að ekki yrði farið af stað með framkvæmdina,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar. Ekkert komi fram í vottorðinu sem bendi til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. Þá sé gætt mjög að öryggi og líðan fólks í flutningum sem þessum. Embætti Landlæknis lítur málið alvarlegum augum og telur útlendingastofnun hafa farið gegn ráðleggingum sérfræðinga. Þá mælir mæðravernd gegn því að þungaðar konur í viðkvæmri stöðu, og komnar langt á leið, fljúgi. „Þær eru undir gríðarlega andlegu álagi og fjölskyldan,“ segir Eva. Eftir því sem lengra er liðið á meðgönguna aukist líkurnar á því að konan fari í fæðngu eða að óvænt vandamál komi upp. „Að okkar reynslu eru vottorð almennt mjög skýr um það hvort viðkomandi geti farið í flug eða ekki,“ segir Þorsteinn. „Ef það er einhver óvissa varðandi okkar mat út frá vottorði þá myndi maður vilja að þau hefðu samband og leituðu ráða,“ segir Eva. Engin mistök gerð Þorsteinn bendir á að Stoðdeild Ríkislögreglustjóra, sem framkvæmdi flutninginn, hafi stuðst við vottorð frá öðrum lækni á heilsugæslunni um að konan væri í standi til að fljúga. Fram hefur komið að konan kannist ekki við að hafa hitt þann lækni.Þannig að þið gerðuð ekki mistök?„Á þessum tímapunkti þá sjáum við ekkert í þessu máli sem við myndum líta á sem einhver mistök. En það virðast vera uppi deildar meiningar um það meðal heilbrigðisstarfsfólks hvernig beri að túlka þetta vottorð og það er klárlega eitthvað sem við munum eiga samtal við heilbrigðisyfirvöld um á næstunni,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, starfandi forstjóri Útlendingastofnunar.
Hælisleitendur Tengdar fréttir Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03 Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Ósammála um túlkun á vottorði ófrísku konunnar Útlendingastofnun segir að ekkert hafi komið fram í læknisvottorði, sem gefið var út á kvennadeild Landspítalans vegna albanskrar konu í gær, sem benti til þess að flutningur hennar úr landi myndi stefna öryggi hennar í hættu. 5. nóvember 2019 13:03
Landlæknir lítur mál þunguðu albönsku konunnar alvarlegum augum "Við náttúrulega lítum þetta einkar alvarlegum augum,“ segir Kjartan Hreinn Njálsson aðstoðarmaður Landlæknis. 5. nóvember 2019 14:11