Sveitarfélög LED-væða ljósastaura næstu árin Kristinn Haukur Guðnason skrifar 7. nóvember 2019 06:15 Led ljósastaurar á Hringbraut Fréttablaðið Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum. Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að RARIK sem hafi haft umsjá með ljósastaurum í mörgum sveitarfélögum sé að færa þeim þá aftur. Alls eru um 81 þúsund staurar í landinu. „Sveitarfélögin hafa þurft að taka ákvörðun um að skipta yfir í LED og mér, sem áhugamanni um orkusparnað, finnst mikilvægt að þau nýti tækifærið nú þegar þau eru að fá þá í fangið,“ segir hann. Að sögn Sigurðar hefur LED augljósa kosti. Ekki aðeins orkusparnað upp á um 70 prósent, heldur einnig langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og betri endingu. Í flestum núverandi staurum þarf að skipta um perur á 3 til 5 ára fresti, en LED-perur duga í áratugi. Annar kostur er betri stýring stauranna, bæði á styrk og hvert ljósinu er beint. „Hægt er að deyfa ljósið þegar fáir eru á ferð eða lýsa eftir skynjurum,“ segir Sigurður. LED-væðing Reykjavíkurborgar er komin af stað að sögn Ársæls Jóhannssonar, verkefnastjóra. Hópur skipaður af borgarstjórn er nú að fara yfir tillögur þverfaglegrar nefndar um ljósvist. Býst Ársæll við því að þetta verði tilkynnt sem stefna borgarinnar eftir áramót. „Við erum búin að setja upp 2.200 LED-lampa í Fossvoginum og í Vesturbænum eru komnir um 600 lampar með gamaldags útliti. Þá erum við einnig í lokaútboðsferli varðandi lampa í Efra-Breiðholti og Seljahverfi sem á að skipta út í heild sinni,“ segir Ársæll. Alls eru tæplega 30 þúsund ljósastaurar í Reykjavík. Borgin sjálf hefur umsjón með 24 þúsund staurum en Vegagerðin sex þúsund. „Við gerðum nýlega samantekt á þessu og áætlum að LED-væðingin klárist á fimm árum. Í útboði gerum við kröfu um 100 þúsund logtíma, sem er um 25 ár.“ Reykjavíkurborg kaupir alla LED-lampa með ákveðnum tengli sem gerir kleift að eiga samtal við staurinn. Hægt er að fylgjast með ástandi lampans í rauntíma og hann lætur vita af bilunum. „Við þurfum ekki lengur að vera að kveikja á heilu hverfunum og keyra um til að finna ónýtar perur. Þetta breytir öllu verkferlinu,“ segir Ársæll. Helsti ókosturinn við LED er að startkostnaðurinn er nokkuð hár, en skipta þarf um allan kúpulinn á staurnum. Gert er þó ráð fyrir að þetta borgi sig upp á sex til sjö árum. Í Hafnarfirði þar sem LED-væðing hófst í mars árið 2018 fyrir 5.900 staura, var gert ráð fyrir að hver lampi kostaði á bilinu 30-50 þúsund krónur. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, segir að búið sé að setja upp lampa í nokkrum hverfum og stefnt að því að klára LED-væðinguna á fimm til átta árum. „Við fáum markvissari og sumir segja betri lýsingu. Til dæmis getum við beint ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira
Sveitarfélögin vinna nú að því að LED-væða ljósastaura. Reykjavík áætlar að verkefninu ljúki á fimm árum og Akureyringar ætla því fimm til átta ár. LED-lamparnir þýða mun betri stýring og viðhald. Hver lampi borgar sig upp á sex til sjö árum. Sigurður Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, segir að RARIK sem hafi haft umsjá með ljósastaurum í mörgum sveitarfélögum sé að færa þeim þá aftur. Alls eru um 81 þúsund staurar í landinu. „Sveitarfélögin hafa þurft að taka ákvörðun um að skipta yfir í LED og mér, sem áhugamanni um orkusparnað, finnst mikilvægt að þau nýti tækifærið nú þegar þau eru að fá þá í fangið,“ segir hann. Að sögn Sigurðar hefur LED augljósa kosti. Ekki aðeins orkusparnað upp á um 70 prósent, heldur einnig langtum minni viðhaldsþörf, vinnusparnað og betri endingu. Í flestum núverandi staurum þarf að skipta um perur á 3 til 5 ára fresti, en LED-perur duga í áratugi. Annar kostur er betri stýring stauranna, bæði á styrk og hvert ljósinu er beint. „Hægt er að deyfa ljósið þegar fáir eru á ferð eða lýsa eftir skynjurum,“ segir Sigurður. LED-væðing Reykjavíkurborgar er komin af stað að sögn Ársæls Jóhannssonar, verkefnastjóra. Hópur skipaður af borgarstjórn er nú að fara yfir tillögur þverfaglegrar nefndar um ljósvist. Býst Ársæll við því að þetta verði tilkynnt sem stefna borgarinnar eftir áramót. „Við erum búin að setja upp 2.200 LED-lampa í Fossvoginum og í Vesturbænum eru komnir um 600 lampar með gamaldags útliti. Þá erum við einnig í lokaútboðsferli varðandi lampa í Efra-Breiðholti og Seljahverfi sem á að skipta út í heild sinni,“ segir Ársæll. Alls eru tæplega 30 þúsund ljósastaurar í Reykjavík. Borgin sjálf hefur umsjón með 24 þúsund staurum en Vegagerðin sex þúsund. „Við gerðum nýlega samantekt á þessu og áætlum að LED-væðingin klárist á fimm árum. Í útboði gerum við kröfu um 100 þúsund logtíma, sem er um 25 ár.“ Reykjavíkurborg kaupir alla LED-lampa með ákveðnum tengli sem gerir kleift að eiga samtal við staurinn. Hægt er að fylgjast með ástandi lampans í rauntíma og hann lætur vita af bilunum. „Við þurfum ekki lengur að vera að kveikja á heilu hverfunum og keyra um til að finna ónýtar perur. Þetta breytir öllu verkferlinu,“ segir Ársæll. Helsti ókosturinn við LED er að startkostnaðurinn er nokkuð hár, en skipta þarf um allan kúpulinn á staurnum. Gert er þó ráð fyrir að þetta borgi sig upp á sex til sjö árum. Í Hafnarfirði þar sem LED-væðing hófst í mars árið 2018 fyrir 5.900 staura, var gert ráð fyrir að hver lampi kostaði á bilinu 30-50 þúsund krónur. Andri Teitsson, formaður umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar, segir að búið sé að setja upp lampa í nokkrum hverfum og stefnt að því að klára LED-væðinguna á fimm til átta árum. „Við fáum markvissari og sumir segja betri lýsingu. Til dæmis getum við beint ljósinu beint niður og þá verður minni ljósmengun,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Sjá meira