Orðaður við hlutverk Mörgæsarinnar Birgir Olgeirsson skrifar 7. nóvember 2019 10:19 Írski leikarinn Colin Farrell. Vísir/Getty Írski leikarinn Colin Farrell er sagður í viðræðum um að taka að sér hlutverk Mörgæsarinnar, eða The Penguin, í næstu mynd um Leðurblökumanninn sem hefur fengið titilinn The Batman. Nú þegar hefur Robert Pattinson verið ráðinn til að leika Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Leðurblökumannsins þegar hann ræðst gegn glæpamönnum Gotham á kvöldin. Zoë Kravitz á að leika Kattarkonuna, eða Catwoman, og Paul Dano Gátumeistarann, eða The Riddler. Áður höfðu borist fregnir af viðræðum við leikarann Jonah Hill. Var hann orðaður við hlutverk í myndinni en ekkert varð úr því. Danny DeVito lék Mörgæsina síðast í Batman Returns, en leikstjóri hennar var Tim Burton. Þetta yrði ekki fyrsta ofurhetjumynd Farrell því hann lék síðast illmennið Bullseye í myndinni Daredevil. Aðalleikari hennar var Ben Affleck sem var síðasti leikari til að bregða sér í gervi Leðurblökumannsins. Hollywood Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Írski leikarinn Colin Farrell er sagður í viðræðum um að taka að sér hlutverk Mörgæsarinnar, eða The Penguin, í næstu mynd um Leðurblökumanninn sem hefur fengið titilinn The Batman. Nú þegar hefur Robert Pattinson verið ráðinn til að leika Bruce Wayne sem bregður sér í gervi Leðurblökumannsins þegar hann ræðst gegn glæpamönnum Gotham á kvöldin. Zoë Kravitz á að leika Kattarkonuna, eða Catwoman, og Paul Dano Gátumeistarann, eða The Riddler. Áður höfðu borist fregnir af viðræðum við leikarann Jonah Hill. Var hann orðaður við hlutverk í myndinni en ekkert varð úr því. Danny DeVito lék Mörgæsina síðast í Batman Returns, en leikstjóri hennar var Tim Burton. Þetta yrði ekki fyrsta ofurhetjumynd Farrell því hann lék síðast illmennið Bullseye í myndinni Daredevil. Aðalleikari hennar var Ben Affleck sem var síðasti leikari til að bregða sér í gervi Leðurblökumannsins.
Hollywood Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira