Lufthansa aflýsir 1.300 flugferðum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2019 10:30 Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. EPA Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst um 1.300 flugferðum vegna kjaradeilu starfsmanna. Tveggja daga verkfall starfsmanna í áhöfn véla hófst á miðnætti að staðartíma, en þau berjast fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum. Verkfallið hefur áhrif á um 180 þúsund viðskiptavini Lufthansa, og tekur til allra flugferða félagsins frá flugvöllum í Þýskalandi. Í yfirlýsingu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á flugferðir annarra flugfélaga í eigu Lufthansa, meðal annars Eurowings, Swiss, Austrian Airlines og Brussels Airlines. Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. Flugfélagið kveðst harma stöðuna og að allt verði gert til að draga úr áhrifum verkfallsins fyrir viðskiptavini. Þannig geti farþegar sem hugðust fljúga milli flugvalla í Þýskalandi skipt flugmiðunum úr fyrir lestarmiða. Félagsdómur í Frankfurt hafnaði í gærkvöldi kröfu flugfélagsins að setja lögbann á verkfallið. Varaformaður stéttarfélags starfsmanna, Daniel Flohr, segir að það geti komið til frekari verkfalla á hverri stundu. Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Þýska flugfélagið Lufthansa hefur aflýst um 1.300 flugferðum vegna kjaradeilu starfsmanna. Tveggja daga verkfall starfsmanna í áhöfn véla hófst á miðnætti að staðartíma, en þau berjast fyrir bættum kjörum og vinnuskilyrðum. Verkfallið hefur áhrif á um 180 þúsund viðskiptavini Lufthansa, og tekur til allra flugferða félagsins frá flugvöllum í Þýskalandi. Í yfirlýsingu segir að verkfallið hafi ekki áhrif á flugferðir annarra flugfélaga í eigu Lufthansa, meðal annars Eurowings, Swiss, Austrian Airlines og Brussels Airlines. Búið er að aflýsa sjö hundruð flugferðum í dag og sex hundruð á morgun, föstudag. Flugfélagið kveðst harma stöðuna og að allt verði gert til að draga úr áhrifum verkfallsins fyrir viðskiptavini. Þannig geti farþegar sem hugðust fljúga milli flugvalla í Þýskalandi skipt flugmiðunum úr fyrir lestarmiða. Félagsdómur í Frankfurt hafnaði í gærkvöldi kröfu flugfélagsins að setja lögbann á verkfallið. Varaformaður stéttarfélags starfsmanna, Daniel Flohr, segir að það geti komið til frekari verkfalla á hverri stundu.
Fréttir af flugi Þýskaland Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira