Hann fór mjög frumlega leið í síðasta leik Browns er hann vakti athygli fyrir að raka sig ekki einu sinni heldur tvisvar.
Mayfield mætti fúlskeggjaður til leiks í Denver en þegar út á völlinn var komið var hann kominn með skegg í anda James Hetfield, söngvara Metallica.
.@adamschefter weighs in on "Shavegate" pic.twitter.com/ew8KxRPZrr
— NFL on ESPN (@ESPNNFL) November 5, 2019
Eftir leikinn var hann síðan mættur með grjótharða mottu og þótti minna á karakter Daniel Stern í Home Alone enda jakkinn í þeim anda.
Macaulay Culkin, stjarna Home Alone, hafði gaman af þessu og sendi Baker skilaboð þess efnis að hann væri klár í slaginn.
I'm ready for you #BAKERMAYFIELD ... Come at me, bro. pic.twitter.com/rQG0TlozDm
— Macaulay Culkin (@IncredibleCulk) November 5, 2019
Mayfield sagði að hann hefði ekki enn tapað með Hetfield-mottuna en þar sem leikurinn tapaðist hefði hann ekki átt skilið að halda henni. Því fór hann í gömlu, góðu hormottuna.