Ríkisútvarpið og Morgunblaðið kærð vegna meintra verkfallsbrota Heimir Már Pétursson skrifar 8. nóvember 2019 19:30 Meint verkfallsbrot á mbl punktur is og á Ríkissjónvarpinu verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag. Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Margir félagsmenn komu saman í húsakynnum Blaðamannafélagsins á meðan þar sem Hjálmar Jónsson formaður félagsins fór yfir stöðu mála.Hvernig hefur framkvæmdin gengið? „Því miður eru verkfallsbrot í gangi bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati. Það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér; að menn láti sér detta í huga að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ sagði Hjálmar þegar verkfallið hafði staðið í á þriðju klukkustund. Nánast á þeirri mínútu sem verkfallið hófst tóku að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins.VísirÞú sem trúnaðarmaður, hvað finnst þér um það? „Mikil vonbrigði. Ég vil nefna það að allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is, segir Guðni Einarsson trúnaðarmaður á Morgunblaðinu. Þar hafi bæði verið um að ræða félagsmenn í Blaðamannafélaginu og öðrum félögum. Þetta sé fyrsta verkfallið í sögu netmiðla. „Og það eru auðvitað ákveðin grá svæði. En sum þessarra verka eru tvímælalaus verkfallsbrot og við þurfum auðvitað að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum,“ segir Guðni. Og það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms. Hjá Ríkissjónvarpinu kaus yfirstjórn að láta verktaka gegna störfum myndatökumanns á meðan félagar hans í BÍ voru í vinnustöðvun. Þegar hann kom með fréttamanni Ríkissjónvarpsins á fréttastofu Sýnar var honum gert grein fyrir afstöðu Blaðamannafélagsins og unnu þeir ekki í frétt sinni á verkfallstímanum. „Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að það yrði farið yfir framkvæmd verkfallsins í aðdraganda þess. Fékk engin svör. Fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það. Þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar og á Fréttablaðinu líka eftir því sem ég best veit,“ segir Hjálmar Jónsson. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Meint verkfallsbrot á mbl punktur is og á Ríkissjónvarpinu verða kærð til félagsdóms, en fyrsta verkfall félagsmanna í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum, var í dag. Fyrsta vinnustöðvunin af þremur á netmiðlunum Vísi hjá Sýn, mbl hjá Árvakri, netfréttum Fréttablaðsins og myndatökumönnum Ríkissjónvarpsins stóð frá klukkan tíu í morgun til klukkan tvö. Margir félagsmenn komu saman í húsakynnum Blaðamannafélagsins á meðan þar sem Hjálmar Jónsson formaður félagsins fór yfir stöðu mála.Hvernig hefur framkvæmdin gengið? „Því miður eru verkfallsbrot í gangi bæði á Morgunblaðinu og RÚV að okkar mati. Það er ótrúlegt að menn skuli beita sér fyrir því að brjóta niður vinnustöðvun með þessum hætti á 21. öldinni. Þetta er eins og á kreppuárunum finnst mér; að menn láti sér detta í huga að brjóta löglega boðaða vinnustöðvun,“ sagði Hjálmar þegar verkfallið hafði staðið í á þriðju klukkustund. Nánast á þeirri mínútu sem verkfallið hófst tóku að birtast fréttir á mbl.is og duttu inn allar þær fjórar klukkustundir sem það stóð yfir. Í yfirlýsingu frá hópi blaðamanna á mbl er fullyrt að þetta hafi verið gert með vilja og vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra Morgunblaðsins.VísirÞú sem trúnaðarmaður, hvað finnst þér um það? „Mikil vonbrigði. Ég vil nefna það að allir sem voru á vakt á mbl.is lögðu niður störf klukkan tíu í morgun. En þá gengu blaðamenn af öðrum deildum og jafnvel í öðrum löndum inn í störf þeirra og fóru að skrifa á mbl.is, segir Guðni Einarsson trúnaðarmaður á Morgunblaðinu. Þar hafi bæði verið um að ræða félagsmenn í Blaðamannafélaginu og öðrum félögum. Þetta sé fyrsta verkfallið í sögu netmiðla. „Og það eru auðvitað ákveðin grá svæði. En sum þessarra verka eru tvímælalaus verkfallsbrot og við þurfum auðvitað að fá skorið úr því eftir réttum boðleiðum,“ segir Guðni. Og það verður gert því Blaðamannafélagið mun kæra hin meintu brot til félagsdóms. Hjá Ríkissjónvarpinu kaus yfirstjórn að láta verktaka gegna störfum myndatökumanns á meðan félagar hans í BÍ voru í vinnustöðvun. Þegar hann kom með fréttamanni Ríkissjónvarpsins á fréttastofu Sýnar var honum gert grein fyrir afstöðu Blaðamannafélagsins og unnu þeir ekki í frétt sinni á verkfallstímanum. „Ég skil ekki að þessi virtu fyrirtæki skuli hegða sér með þessum hætti. Ég var ítrekað búinn að óska eftir því að það yrði farið yfir framkvæmd verkfallsins í aðdraganda þess. Fékk engin svör. Fékk svör frá Sýn og það var farið yfir það. Þar hefur framkvæmdin verið til fyrirmyndar og á Fréttablaðinu líka eftir því sem ég best veit,“ segir Hjálmar Jónsson.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45 Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21 Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Stærstu vefmiðlarnir birta engar nýjar fréttir á milli klukkan 10 og 14 Klukkan tíu leggja fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum niður störf í fjóra tíma. 8. nóvember 2019 09:45
Lýsir klárum verkfallsbrotum og skilur ekkert í stjórnendum Morgunblaðsins og RÚV Fyrsta vinnustöðvun í röð verkfalla félagsfólks í Blaðamannafélagi Íslands á netmiðlum hófst klukkan tíu í morgun. Verkfallsbrot hafa verið framin á mbl.is og hjá Ríkisútvarpinu að mati Blaðamannafélagsins. 8. nóvember 2019 16:21
Blaðamenn Mbl.is svekktir með framferði ritstjóra, framkvæmdastjóra og félaga Verkfallsbrotin framin með vitund ritstjóra og framkvæmdastjóra. 8. nóvember 2019 16:36