Körfubolti

Sigur­ganga Lakers heldur á­fram og Lillard gerði 60 stig | Mynd­bönd

Anton Ingi Leifsson skrifar
LeBron var öflugur er mest á reyndi í nótt.
LeBron var öflugur er mest á reyndi í nótt. vísir/getty
Los Angeles Lakers heldur áfram að spila vel í upphafi NBA-körfuboltatímabilsins en í nótt unnu Lakers sjöunda sigurinn í röð eftir fimmtán stiga sigur á Miami Heat, 95-80.

Anthony Davis var stigahæstur í liði Lakers en hann gerði 26 stig. LeBron James var skammt undan en hann gerði 25 stig, þar af tólf stig í fjórða leikhlutanum þar sem hann lék á alls oddi.







Eftir tapið gegn nágrönnunum í LA Clippers í fyrstu umferðinni hefur Lakers ekki tapað leik og það lítur út fyrir að það eru bjartari tímar framundan hjá Lakers í ár en síðustu tímabil.







Ef einhver var í stuði í nótt þá var það Damian Lillard, leikmaður Portland, en Lillard skoraði 60 stig er lið hans tapaði með fjögurra stiga mun fyrir Brooklyn á heimavelli, 119-115.



D'Angelo Russell gerði sér lítið fyrir og skoraði 52 stig er Golden State Warriors tapaði 125-119 í framlengdum leik gegn Minnesota á útivelli. Ótrúleg frammistaða Russell.

Warriors hafa ekki farið vel af stað á leiktíðinni. Þeir hafa einungis unnið tvo af fyrstu níu leikjunum en Minnesota er með fimm sigra í fyrstu átta leikjunum.







Öll úrslit næturinnar:

Detroit - Indiana 106-112

Memphis - Orlando 86-118

Cleveland - Washington 113-100

Sacramento - Atlanta 121-109

Toronto - New Orleans 122-104

Golden State - Minnesota 119-125

New York - Dallas 106-102

Philadelphia - Denver 97-100

Milwaukee - Utah 100-103

Brooklyn - Portland 119-115

Miami - LA Lakers 80-95



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×