Lýsir tilfinningaríkri stund þegar múrinn féll fyrir þrjátíu árum Eiður Þór Árnason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 9. nóvember 2019 14:15 Mynd frá því þegar Þjóðverjar fögnuðu falli múrsins daginn eftir fall hans þann 9. nóvember 1989. Vísir/EPA Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA Þýskaland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þrjatíu ár eru í dag síðan að Berlínarmúrinn féll þann 9. nóvember 1989. Þórir Guðmundsson, núverandi ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar og þáverandi fréttamaður Stöðvar 2 var staddur í Berlín þegar búrinn féll ásamt Sigurði Jakobssyni kvikmyndatökumanni. Þórir man vel eftir þessum sögulega atburði og sagði að um hafi verið að ræða mjög tilfinningaríka stund fyrir Þjóðverja. „Það sem við þurfum að muna er að múrinn var reistur til að halda milljónum Þjóðverja inni í mjög harðneskjulegu kommúnistaríki þar sem að var ekkert tjáningarfrelsi og ekkert ferðafrelsi. Hann var þarna til staðar í 28 ár og þegar að múrinn féll síðan loksins þessa daga fyrir þrjátíu árum, þá framkallaði það alveg óskaplegar tilfinningar hjá fólki.“Þórir Guðmundsson, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/VilhelmÞennan dag mátti sjá gríðarlegan fjölda fara yfir til Vestur-Berlínar í fyrsta skipti í á þriðja áratug. „Þegar við Sigurður Jakobsson myndatökumaður Stöðvar 2 vorum þarna þá töluðum við meðal annars við fólk sem fór þarna yfir þúsundum saman yfir gamla einskismannslandið þar sem voru áður jarðsprengjur til að koma í veg fyrir að fólk gæti farið upp að múrnum, og það fór þarna yfir til Vestur-Berlínar þar sem að eldra fólkið hafði ekki komist til að heimsækja í þessi 28 ár,“ rifjar Þórir upp á þessum merku tímamótum. Fólkið lét sér þó ekki nægja að komast í gegnum múrinn og tók það að sér að brjóta hann niður með táknrænum hætti. „Á meðan er fólk uppi á múrnum, að reyna beinlínis að rífa hann niður með höndunum með hömrum. Þannig að þetta var óskaplega tilfinningaríkt allt saman og batt auðvitað enda á Austur-Þýskaland og á endanum þá féll kommúnisminn eins og hann lagði sig í Austur-Evrópu og Sovíetríkjunum.“Þjóðverjar að fagna falli múrsins árið 1989.Vísir/EPA
Þýskaland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira