Af hverju hugsum við ekki meira eins og börnin? Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2019 14:45 Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst.... Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristbjörg Ólafsdóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er lágvaxin. Ég er ekki bara lágvaxin, heldur er ég mjög lágvaxin. Og ég er ekki bara mjög lágvaxin, ég er mjög lágvaxin mamma. Og ég hef hugsað um það lengi, hvað ég vildi óska þess að fullorðnir hugsi eins og börn. Okei, ekki misskilja mig, ég er ekki að segja að allir fullorðnir eigi að fara að kubba, púsla og lita, heldur er ég að tala um hugsunarháttinn. Börnin mín eru bæði ættleidd og eru dökk á hörund. Þegar þau voru á leikskóla þá bjóst ég alltaf við spurningunni „af hverju er hann brúnn en þú og pabbi hans ekki?“ en sú spurning kom aldrei. En spurningin „hvernig getur þú verið svona lítil mamma?“ kom nokkrum sinnum. Og það er er það sem ég á við, þau spurðu, þau horfðu ekki á mig og litu svo undan þegar ég lít til baka (eins og fullorðna fólkið gerir, þið getið ekki trúað því hvað það er horft mikið á mig þegar ég er úti t.d. að versla), þau voru hreinskilin, forvitin og spurðu. Og þegar ég svaraði „veistu, ég er bara lítil alveg eins og þú ert með blá augu, sumir eru bara svona“ þá var það tekið gott og gilt. Og annað, þau horfðu ekki einu sinni á húðlitinn. Börn fæðast ekki fordómafull, börn læra það sem fyrir þeim er haft. Og enn þá um þetta málefni. Þegar dóttir mín var um 8 ára, ég man ekki einu sinni hvað við vorum að tala um en það var eitthvað um að allir væru einstakir, og ég byrjaði „sko, ég er til dæmis pínulítil“ (og ætlaði að bæta við að það væri í bara í fína lagi) en þá stoppaði hún mig strax, varð töluvert reið við mig og sagði „nei mamma, í mínu hjarta þá ertu rosalega stór!“ Hún sem sagt „sá“ mig ekki með augunum, heldur hjartanu og þar var ég greinilega algjör risi. Í augum heimsins ertu kannski bara ein lítil manneskja, en í augum einnar lítillar manneskju þá ertu heimurinn. Og svona til að enda þetta, þá er hér saga úr vinnunni hjá mér. Ég vinn á stóru sjúkrahúsi og eins og gengur og gerist á sjúkrahúsum þá er stanslaus straumur sjúklinga og aðstandenda. Ég var að taka lyftuna frá kjallaranum upp á aðra hæð þegar lyftan stoppar á fyrstu hæð og inn kemur eldri maður. Honum greinilega brá þegar hann sá mig og sagði á ensku „WOW, where is the rest of you“ eða hvar er afgangurinn af þér. Ég fór að skellihlægja og svaraði auðvitað að það væri föstudagur og ég hefði skilið hann eftir heima, hann hefði ekki nennt í vinnuna í morgun. Vonandi eruð þið farin að hlæja jafn mikið og ég gerði. Þangað til næst....
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun