Lauk meistaranámi 83 ára og hefur ekki enn fundið helga steininn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 30. október 2019 17:51 Sólveig tekur við brautskráningarskírteini sínu úr hendi Stefáns Hrafns Jónssonar, forseta Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideildar. MYND/Kristinn Ingvarsson Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu. Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sólveig Guðlaugsdóttir var ein þeirra 270 nemenda sem brautskráðust úr grunn- eða framhaldsnámi fá Háskóla Íslands í síðustu viku. Sólveig er 83 ára gömul og er því elsti nemandi sem lokið hefur meistaranámi í HÍ fá upphafi. Sólveig útskrifaðist með MA-gráðu í fötlunarfræðum frá Félagsfræði,- mannfræði- og þjóðfræðideild og var meistaraverkefni hennar um móður og tvö börn á einhverfurófi. „Í gegnum árin hef ég stöðugt verið að bæta við þekkingu mína á því sviði sem byggist á vinnu með börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra, með áherslu á einhverfu og ADHD. Ég hef unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar með samning við Tryggingarstofnun,“ segir Sólveig í viðtali fyrir vef HÍ. Sólveig starfaði um árabil sem geðjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og hefur í gegnum árum verið dugleg að bæta við sína þekkingu. Hefur hún unnið á Barna- og unglingageðdeild Landspítala og í heimahjúkrun á sviði geðhjúkrunar, áður en hún settist í helgan stein. „Hvað varðar „helga steininn“ svara ég eins og frú Vigdís Finnbogadóttir gerði í eina tíð: „Ég hef ekki fundið þann stein enn þá,“ segir Sólveig. „Þegar ég hætti störfum skoðaði ég minn hug um hvað yrði næst og það sem kom upp í hendurnar á mér var auglýsing um diplómanám í fötlunarfræði.“ Hún fór svo úr diplómanáminu í meistaranám í faginu.„Ég hef mikla gleði af því að læra og þroskast og hef blessunarlega góða heilsu enn þó ég sé 83 ára.“Sólveig skrifaði ritgerðina Baráttunni lýkur aldrei en hún breytist. Lífssaga fjölskylduMYND/Kristinn IngvarssonFjallar um líf og baráttu móður Sólveig segir námið allt og samskipti við kennara og nemendur hafa verið sanna ánægju. „Málstofur voru mér mikil hvatning og ég fann aldrei fyrir því að ég væri gamla konan, við vorum eingöngu á jafningjagrunni þar sem ég lærði af þeim og að ég held gagnkvæmt,“ segir hún um samskipti við nemendur og kennara í náminu. Hún er þakklát fyrir þann stuðning og hvatningu sem hún hafi fengið frá leiðbeinanda sínum, Hönnu Björgu Sigurjónsdóttur, prófessor í fötlunarfræði. Sólveig segir að meistaraverkefni sitt undirstriki mikilvægi samstarfs innan velferðarkerfisins. „Verkefnið fjallar um líf og baráttu móður og tveggja uppkominna barna hennar. Öll höfðu þau fengið greiningar á einhverfurófi á misjöfnum tíma í lífinu. Áhersla var á baráttu móður við að halda þeim saman sem fjölskyldu og tryggja öryggi barna sinna og sitt um leið,“ Börnin voru greind á einhverfurófi á ungum aldri en móðirin var komin um þrítugt þegar hún fékk sína greiningu. „Í ritgerðinni verður fjallað um þýðingu einhverfurófsgreiningarinnar fyrir líf móður og barna og þá þjónustu sem þau fengu eða fengu ekki. Þá verður sagt frá uppvexti barnanna, átökum móður við kerfið, forsjársviptingu, sameiningu fjölskyldunnar og viðleitni móður og barna hennar við að byggja upp nýja tilveru saman, tilveru sem þau gætu öll verið sátt við.“ Ritgerð Sólveigar má nú finna á Skemmunni. Eftir námið stendur þakklæti upp úr hjá Sólveigu sem og óskin og vonin um að fólk þurfi ekki að bíða eftir ákveðnum greiningarviðmiðum þar til það fær viðunandi þjónustu.
Eldri borgarar Skóla - og menntamál Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira